Erlent

Aðstoðarmaður forsætisráðherra sparkaði í mótmælanda

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
vísir/afp
Yusuf Yerkel, aðstoðarmaður Receps Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands, náðist á mynd þegar hann sparkaði í mótmælanda í borginni Soma í gær. Ljósmyndin hefur vakið mikla athygli en mótmælandinn lá í jörðinni þegar aðstoðarmaðurinn sparkaði í hann.

Mótmælin beinast gegn viðbrögðum stjórnvalda við námuslysinu sem varð á þriðjudag en að minnsta kosti 282 fórust í slysinu, sem er mannskæðasta námuslys í sögu Tyrklands.

Verkalýðsfélög í landinu hafa lýst yfir verkfalli í einn sólarhring og hefur forsætisráðherrann lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.

Tyrknesk stjórnvöld sögðu að síðast í mars á þessu ári hefðu yfirvöld farið yfir öryggismál í námunni. Ekkert hefði fundist sem ábótavant teldist.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×