Erlent

Að minnsta kosti 150 taldir af í kolanámunni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Að minnsta kosti 75 eru sagðir slasaðir eftir sprenginuna.
Að minnsta kosti 75 eru sagðir slasaðir eftir sprenginuna. vísir/afp
Að minnsta kosti 150 eru taldir af eftir sprengingu sem varð í kolanámu í vesturhluta Tyrklands í dag.

Slysið átti sér stað í bænum Soma í héraðinu Manisa en bærinn er um 250 kílómetra sunnan við Istanbul. Hundruð manna eru sagðir fastir í námugöngum allt að fjórum kílómetrum frá næsta opi.

Lofti er nú dælt inn í námuna til þess að koma í veg fyrir að námumennirnir kafni en sprengingin átti sér stað tvo kílómetra undir yfirborði jarðar. Misvísandi tölur um mannfjölda inni í námunni eru raktar til þess að sprengingin varð við vaktaskipti.

Að minnsta kosti 75 eru sagðir slasaðir en aðstandendur námumannanna eru á vettvangi og er fagnað gríðarlega í hvert sinn sem einhverjum er bjargað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×