Erlent

Tólf þúsund ára gömul hauskúpa af unglingsstúlku fannst

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
12 til 13 þúsund ára gömul höfuðkúpa af unglingsstúlku fannst í helli í sjónum við Mexíkó. Hauskúpan er af stúlku sem talið er að hafi verið aðeins 15 ára þegar hún lést. Hún er nú nefnd Naia. Með aldursgreiningu á tönnum Naia var unnt að komast að sennilegum aldri hennar.

Það voru kafar sem fundu stúlkuna. Talið er að hún hafi gengið inn í helli í Yucatan Peninsula sem er á suðurströnd Mexíkó. Í myrkrinu hafi hún ekki áttað sig á djúpri holu og því fallið ofan í hana og látist.

Hauskúpan fannst á meðal leifa af útdauðum dýrum eins og vígtenntum kattadýrum og risa letidýrum. Leifarnar og hauskúpan fundust á um 40 metra dýpi.

Það hefur legið ljóst fyrir að fólk frá þeim tíma sem Naia var uppi á var afar ólíkt því sem kallað hefur verið frumbyggjar Ameríku. Eða fólki sem var uppi á tímum mun nær okkur í tímatalinu. Vonast er til þess að með fundi hauskúpu Naia fáist einhver svör við þeirri miklu ráðgátu af hverju svo sé.

16 kafarar tóku myndband af því þegar hauskúpan fannst og sjá má það hér að neðan: 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×