Innlent

Óvíst um afdrif tillögu um slit viðræðna Íslands og ESB

VÍSIR/GVA
Óvíst er hver afdrif þingsályktunartillögu um slit viðræðna Íslands og Evrópusambandsins verða. Þingi var frestað í gær og vinna við tillöguna var langt komin í utanríkismálanefnd þá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir ekkert hafa verið rætt hvort tillagan verði lögð fram að nýju á haustþingi að því er fram kom í Morgunblaðinu í dag.

Birgir Ármannsson er formaður utanríkismálanefndar Alþingis en þingsályktunin var til umfjöllunar í nefndinni þegar þingi var frestað í gær. Birgir segir að vinna við tillöguna hafi verið langt komin.

Sigmundur var spurður hvor til greina kæmi að samþykkja á haustþingi að draga aðildarumsóknina til baka og efna síðan til þjóðaratkvæðagreiðslu. Hann segir að ýmsar hugmyndir séu í þessum efnum. Ekki hafi þó verið rætt sérstaklega hvort þörf sé á því að leggja þingsályktunartillögu fram á næsta þingi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×