Erlent

301 fórst í kolanámunni

Haukur VIðar Alfreðsson skrifar
vísir/afp
Björgunaraðgerðum hefur verið hætt í kolanámunni í Soma í Tyrklandi eftir að lík tveggja til viðbótar fundust í dag. Talið er að lík allra sem létust í sprengingunni á þriðjudag hafi fundist en alls eru þau 301.

787 voru í námunni þegar slysið varð en það er mannskæðasta námuslys í sögu Tyrklands. Þjóðarsorg ríkir í landinu og hafa þúsundir safnast saman í borgum víðsvegar um landið og mótmælt virðingar- og sinnuleysi yfirvalda. Þá hefur komið til átaka á milli mótmælenda og óeirðarlögreglu og var táragasi meðal annars beitt á mótmælendur í gær.

Mótmælendur vilja að þeir sem bera ábyrgð á slysinu verði sóttir til saka og vinnuaðstaða námuverkamanna verði bætt. Bæði fulltrúar stjórnvalda og rekstraraðilar námunnar hafa fullyrt að engin vanræksla hafi átt sér stað.


Tengdar fréttir

Verkfall í Tyrklandi vegna námuslyssins

Þjóðarsorg ríkir um þessar mundir í landinu og í gær söfnuðust þúsundir manna saman í borgum víða um landið til að lýsa yfir óánægju sinni með yfirvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×