Vilja læra bogfimi til að líkjast bíóhetjum Svavar Hávarðsson skrifar 19. maí 2014 07:00 Áhugi hefur snaraukist á bogfimi á meðal yngri kynslóðarinnar. Fréttablaðið/Vilhelm Börn og unglingar hafa hópast á bogfiminámskeið í vetur undir miklum áhrifum af kvikmynda- og teiknimyndahetjum dagsins í dag. Áhugi fullorðinna á íþróttinni hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu bættrar aðstöðu til bogfimiiðkunar. Guðmundur Örn Guðjónsson, formaður Bogfimifélagsins Bogans, segir að barna- og unglingastarf félagsins standi í miklum blóma um þessar mundir, og greinilegt að kvikmyndir eins og Hunger Games og Hringadróttinssaga, auk teiknimyndarinnar Brave, hafi haft mikil áhrif þar á. „Þetta byggir þó ekki aðeins á þessum nýju hetjum kvikmyndanna. Hetjur með boga eru ekki nýjar af nálinni og má minna á Hróa hött og jafnvel hetjur Íslendingasagnanna. Þetta hefur alltaf verið til,“ segir Guðmundur og bætir við að mikil vakning sé á meðal ungra kvenna í Bandaríkjunum eftir að hinar vinsælu myndir Hunger Games komu út. Þrátt fyrir að áhugi á bogfimi hafi alltaf verið fyrir hendi hefur aðstaða til bogfimiiðkunar ekki verið til staðar í samræmi við áhugann. Nú er þetta gjörbreytt með tilkomu bættrar aðstöðu víða um land. Iðkendatölur Íþróttasambands Íslands eru einn vitnisburður aukins áhuga á síðustu árum. Árið 2012 voru skráðir iðkendur tíu. Núna losar iðkendaskráin 350 manns, en tekið skal fram að skilyrði til að skrá sig í bogfimifélag er að hafa lokið sérstöku byrjendanámskeiði sem kennir undirstöðu- og öryggisatriði er varða þessa gömlu íþrótt. Hjá Boganum, sem hefur aðstöðu í Bogfimisetrinu í Kópavogi, eru börn og unglingar sem stunduðu æfingar í vetur rúmlega sextíu, en það segir aðeins hálfa söguna. Miklum mun fleiri koma og kynna sér bogfimi í eitt eða fleiri skipti, og segir Guðmundur þann hóp nokkur þúsund manns á öllum aldri. Vakninguna má til dæmis sjá af því að bogfimi er nú stunduð í sex félögum á landinu að því er næst verður komist; í Reykjavík, Kópavogi, á Akureyri, Laugum, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Eskifirði. Þá eru minni hópar ótaldir og hugmyndir að stofnun félaga annars staðar á landinu. Í vetur fór lið frá Íslandi í fyrsta skipti og keppti á heimsmeistaramóti; reyndar á móti erlendis yfir höfuð. „Fram undan er mót í Marokkó þar sem við ætlum að taka nokkra krakka með okkur til að leyfa þeim að spreyta sig,“ segir Guðmundur. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Börn og unglingar hafa hópast á bogfiminámskeið í vetur undir miklum áhrifum af kvikmynda- og teiknimyndahetjum dagsins í dag. Áhugi fullorðinna á íþróttinni hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum með tilkomu bættrar aðstöðu til bogfimiiðkunar. Guðmundur Örn Guðjónsson, formaður Bogfimifélagsins Bogans, segir að barna- og unglingastarf félagsins standi í miklum blóma um þessar mundir, og greinilegt að kvikmyndir eins og Hunger Games og Hringadróttinssaga, auk teiknimyndarinnar Brave, hafi haft mikil áhrif þar á. „Þetta byggir þó ekki aðeins á þessum nýju hetjum kvikmyndanna. Hetjur með boga eru ekki nýjar af nálinni og má minna á Hróa hött og jafnvel hetjur Íslendingasagnanna. Þetta hefur alltaf verið til,“ segir Guðmundur og bætir við að mikil vakning sé á meðal ungra kvenna í Bandaríkjunum eftir að hinar vinsælu myndir Hunger Games komu út. Þrátt fyrir að áhugi á bogfimi hafi alltaf verið fyrir hendi hefur aðstaða til bogfimiiðkunar ekki verið til staðar í samræmi við áhugann. Nú er þetta gjörbreytt með tilkomu bættrar aðstöðu víða um land. Iðkendatölur Íþróttasambands Íslands eru einn vitnisburður aukins áhuga á síðustu árum. Árið 2012 voru skráðir iðkendur tíu. Núna losar iðkendaskráin 350 manns, en tekið skal fram að skilyrði til að skrá sig í bogfimifélag er að hafa lokið sérstöku byrjendanámskeiði sem kennir undirstöðu- og öryggisatriði er varða þessa gömlu íþrótt. Hjá Boganum, sem hefur aðstöðu í Bogfimisetrinu í Kópavogi, eru börn og unglingar sem stunduðu æfingar í vetur rúmlega sextíu, en það segir aðeins hálfa söguna. Miklum mun fleiri koma og kynna sér bogfimi í eitt eða fleiri skipti, og segir Guðmundur þann hóp nokkur þúsund manns á öllum aldri. Vakninguna má til dæmis sjá af því að bogfimi er nú stunduð í sex félögum á landinu að því er næst verður komist; í Reykjavík, Kópavogi, á Akureyri, Laugum, Sauðárkróki, Egilsstöðum og Eskifirði. Þá eru minni hópar ótaldir og hugmyndir að stofnun félaga annars staðar á landinu. Í vetur fór lið frá Íslandi í fyrsta skipti og keppti á heimsmeistaramóti; reyndar á móti erlendis yfir höfuð. „Fram undan er mót í Marokkó þar sem við ætlum að taka nokkra krakka með okkur til að leyfa þeim að spreyta sig,“ segir Guðmundur.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira