Innlent

Þrettán ára unglingur slasaðist á torfæruhjóli

Bjarki Ármannsson skrifar
Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala þar sem gert var að sárum hans.
Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala þar sem gert var að sárum hans. Vísir/Pjetur
Þrettán ára unglingur slasaðist á fæti þegar hann féll af torfæruhjóli á keppnis- og æfingasvæði við Bolöldu í gær.  

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Ökumaðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala þar sem gert var að sárum hans. Grunur var um að unglingurinn hafi lærbrotnað.  

Lögreglan á Selfossi handtók einnig um helgina ungan mann með kannabisefnum í fórum sínum. Þá vill lögreglan vekja athygli á miklum fjölda símhringinga sem fólki hefur borist erlendis frá undanfarið. Væntanlega sé um að ræða svikahringingar og er fólk varað við að svara hringingum frá erlendu númeri sem það þekkir ekki eða ef það á ekki von á símtali frá útlöndum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×