Innlent

Víetnamar á Íslandi ósáttir með hegðun Kína

Bjarki Ármannsson skrifar
Fulltrúar íslenska utanríkisráðuneytisins ræða við mótmælendur.
Fulltrúar íslenska utanríkisráðuneytisins ræða við mótmælendur. Vísir/Stefán
Víetnamar á Íslandi efndu til mótmælagöngu í dag vegna ágangs kínverskra stjórnvalda í landhelgi Víetnam. Mótmælendur gengu í utanríkisráðuneytið og afhentu fulltrúum ráðuneytisins bréf þar sem íslensk stjórnvöld eru beðin um að aðstoða Víetnama í deilunni. Einnig var mótmælt fyrir framan kínverska sendiráðið.

Samband Kínverja og Víetnama hefur stirðnað svo um munar eftir að Kínverjar komu upp olíuborpalli á hafsvæði sem bæði löndin gera tilkall til. Óánægja Víetnama með þessar fyriráætlanir hefur leitt til óeirða sem kostað hafa tugi manns lífið.

Í bréfinu sem utanríkisráðuneytinu var afhent segir meðal annars að bygging borpallsins sé ólögmæt og að hún skaði Víetnam efnahagslega. Sömuleiðis eru rakin átök Kínverja og landhelgisgæsluliða Víetnama, en Kínverjar eiga að hafa siglt á báta landhelgisgæslunnar og beitt öflugum vatnsbyssum gegn þeim. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.