Nefndi son sinn Gamla Birta Björnsdóttir skrifar 19. maí 2014 20:00 Margir nemenda í 8. bekk í Rimaskóla eiga að baki afar svefnlitla helgi. Fjörugu félagslífi eða sjónvarpsáhorfi er þó ekki um að kenna, heldur eru sökudólgarnir litlar dúkkur sem forritaðar eru til að líkja eftir ungabörnum í einu og öllu. Nemendurnir þurftu að sinna foreldrahlutverkinu alla helgina með þessum forrituðu dúkkum, sem, líkt og alvöru ungabörn, þurfa ást og umhyggju, mjólk að drekka og þurra bleyju. Verkefnið er hluti af kynfræðsluáfanga í Rimaskóla. „Ég er búin að vera með þetta verkefni í 10 ár og mér finnst að þetta ætti að vera skyldu áfangi í öllum skólum. Þarna fá þau að kynnast þessu að eigin raun, að vera foreldrar. Að það sé allt í einu einstaklingur sem þarf að setja framar sínum eigin þörfum," segir Jónína Ómarsdóttir, kennari. „Ég vil að þau haldi í barnæskuna sem lengst. Að þau bíði með að stunda kynlíf. En þegar kemur að því er mikilvægt að þau verði ábyrg í hegðun." Jónína segir að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við viljum auðvitað að strákarnir okkar taki jafnan þátt í uppeldi barna og stelpurnar. Nú hafa þeir um helgina verið einstæðir feður með enga pössun." Þó flestir væru fegnir að skila helgarbörnunum sínum sögðust mörg eiga eftir að sakna þeirra örlítið. Börnin fengu að sjálfsögðu nöfn hjá foreldrum sínum, Aðalgeir ákvað til dæmis að láta son sinn heita Gamla, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Og dúkkurnar góðu virka ekki bara sem forvörn fyrir börnin. „Foreldrar nemenda minna eru mörg hver svo ung, fólk sem jafnvel er enn að íhuga að eignast annað barn. Ég hef heyrt frá þónokkrum foreldrum að þau hafi snarhætt við þau áform eftir eina helgi með dúkkunni," segir Jónína. Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Margir nemenda í 8. bekk í Rimaskóla eiga að baki afar svefnlitla helgi. Fjörugu félagslífi eða sjónvarpsáhorfi er þó ekki um að kenna, heldur eru sökudólgarnir litlar dúkkur sem forritaðar eru til að líkja eftir ungabörnum í einu og öllu. Nemendurnir þurftu að sinna foreldrahlutverkinu alla helgina með þessum forrituðu dúkkum, sem, líkt og alvöru ungabörn, þurfa ást og umhyggju, mjólk að drekka og þurra bleyju. Verkefnið er hluti af kynfræðsluáfanga í Rimaskóla. „Ég er búin að vera með þetta verkefni í 10 ár og mér finnst að þetta ætti að vera skyldu áfangi í öllum skólum. Þarna fá þau að kynnast þessu að eigin raun, að vera foreldrar. Að það sé allt í einu einstaklingur sem þarf að setja framar sínum eigin þörfum," segir Jónína Ómarsdóttir, kennari. „Ég vil að þau haldi í barnæskuna sem lengst. Að þau bíði með að stunda kynlíf. En þegar kemur að því er mikilvægt að þau verði ábyrg í hegðun." Jónína segir að ekki sé síður um jafnréttismál að ræða. „Við viljum auðvitað að strákarnir okkar taki jafnan þátt í uppeldi barna og stelpurnar. Nú hafa þeir um helgina verið einstæðir feður með enga pössun." Þó flestir væru fegnir að skila helgarbörnunum sínum sögðust mörg eiga eftir að sakna þeirra örlítið. Börnin fengu að sjálfsögðu nöfn hjá foreldrum sínum, Aðalgeir ákvað til dæmis að láta son sinn heita Gamla, eins og sjá má á meðfylgjandi myndskeiði. Og dúkkurnar góðu virka ekki bara sem forvörn fyrir börnin. „Foreldrar nemenda minna eru mörg hver svo ung, fólk sem jafnvel er enn að íhuga að eignast annað barn. Ég hef heyrt frá þónokkrum foreldrum að þau hafi snarhætt við þau áform eftir eina helgi með dúkkunni," segir Jónína.
Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum til heiðurs Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira