„Ég vil þakka mæðrum minna leikmanna sérstaklega fyrir því þær fæddu stráka með svona stórar hreðjar," sagði Diego Simeone á blaðamannafundi eftir leikinn og átti við fótboltann sem hann hélt á. Hann hrósaði sínum leikmönnum fyrir rétta sigurhugarfarið og þar höfðu að hans mati mömmur þeirra mikil áhrif með rétta uppeldinu.
„Fólk mun muna lengi eftir því hvernig liðið mitt brást við hér í kvöld," sagði Simeone og átti þá við þegar hið öfluga varnarlið Chelsea komst í 1-0 á heimavelli.
Atlético Madrid svaraði með þremur mörkum og tryggði sér úrslitaleik á móti nágrönnunum úr Real Madrid. Úrslitaleikurinn fer fram í Lissabon 24. maí næstkomandi.
