Framsókn býður menntaskólanemum tertusneið Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 14:12 Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti, og kakan góða sem Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði bauð nemendum Flensborgarskólans í morgun Kosningabaráttan er komin á fullt í Hafnarfirði, kosningaskrifstofur hafa verið settar upp miðsvæðis og frambjóðendur komnir út á örkina að sækja sér fylgi og ræða við kjósendur. Framsóknarflokkurinn fór í Flensborgarskólann í morgun til að kynnast ungum kjósendum Hafnarfjarðar og bera fram boðskap Framsóknarflokksins í kosningum. Frambjóðendur flokksins komu vopnaðir stærðarinnar tertu sem var skreytt með merki Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni Garðarson er oddviti Framsóknarflokksins í bænum og líklega yngsti oddviti Framsóknarflokksins á landsvísu eða 26 ára gamall. Hann var afar ánægður með heimsóknina þegar Vísir náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að koma aftur í Flensborg þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Nemendur Flensborgar og annað ungt fólk eru virkilega mikilvægir kjósendur. Þetta er sá hópur sem mun byggja upp samfélagið, eignast fjölskyldu, hafa þörf fyrir húsnæði og vinnu. Það er því mikilvægt að bæjarfélagið þjónusti þessa kynslóð vel og skapi þannig aðstæður að það sé heillandi fyrir ungt fólk að búa, ala upp börn og vinna í Hafnarfirði." segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni telur að það þurfi að þurfi að tala við unga kjósendur alveg eins og alla aðra, og bera virðingu fyrir þeim. „Þetta eru ekki börn, þetta er frekar upplýstur og vakandi hópur. Sjálfur er ég ungur fjölskyldumaður og ræddi stuttlega þessa hluti við þetta unga og efnilega fólk. Framtíðin er þeirra. Eftir þessa stuttu heimsókn okkar, buðum við nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku með stóru X-B merki. Það er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður í morgunsárið." segirÁgúst Bjarni glaður í bragði. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft bæjarfulltrá í Hafnarfirði síðan kjörtímabilið 1998-2002 þegar Þorsteinn Njálsson, læknir, var bæjarfulltrúi flokksins og forseti bæjarstjórnar í meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Kosningabaráttan er komin á fullt í Hafnarfirði, kosningaskrifstofur hafa verið settar upp miðsvæðis og frambjóðendur komnir út á örkina að sækja sér fylgi og ræða við kjósendur. Framsóknarflokkurinn fór í Flensborgarskólann í morgun til að kynnast ungum kjósendum Hafnarfjarðar og bera fram boðskap Framsóknarflokksins í kosningum. Frambjóðendur flokksins komu vopnaðir stærðarinnar tertu sem var skreytt með merki Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni Garðarson er oddviti Framsóknarflokksins í bænum og líklega yngsti oddviti Framsóknarflokksins á landsvísu eða 26 ára gamall. Hann var afar ánægður með heimsóknina þegar Vísir náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að koma aftur í Flensborg þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Nemendur Flensborgar og annað ungt fólk eru virkilega mikilvægir kjósendur. Þetta er sá hópur sem mun byggja upp samfélagið, eignast fjölskyldu, hafa þörf fyrir húsnæði og vinnu. Það er því mikilvægt að bæjarfélagið þjónusti þessa kynslóð vel og skapi þannig aðstæður að það sé heillandi fyrir ungt fólk að búa, ala upp börn og vinna í Hafnarfirði." segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni telur að það þurfi að þurfi að tala við unga kjósendur alveg eins og alla aðra, og bera virðingu fyrir þeim. „Þetta eru ekki börn, þetta er frekar upplýstur og vakandi hópur. Sjálfur er ég ungur fjölskyldumaður og ræddi stuttlega þessa hluti við þetta unga og efnilega fólk. Framtíðin er þeirra. Eftir þessa stuttu heimsókn okkar, buðum við nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku með stóru X-B merki. Það er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður í morgunsárið." segirÁgúst Bjarni glaður í bragði. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft bæjarfulltrá í Hafnarfirði síðan kjörtímabilið 1998-2002 þegar Þorsteinn Njálsson, læknir, var bæjarfulltrúi flokksins og forseti bæjarstjórnar í meirihluta með Sjálfstæðisflokki.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira