Framsókn býður menntaskólanemum tertusneið Sveinn Arnarsson skrifar 6. maí 2014 14:12 Ágúst Bjarni Garðarsson, oddviti, og kakan góða sem Framsóknarflokkurinn í Hafnarfirði bauð nemendum Flensborgarskólans í morgun Kosningabaráttan er komin á fullt í Hafnarfirði, kosningaskrifstofur hafa verið settar upp miðsvæðis og frambjóðendur komnir út á örkina að sækja sér fylgi og ræða við kjósendur. Framsóknarflokkurinn fór í Flensborgarskólann í morgun til að kynnast ungum kjósendum Hafnarfjarðar og bera fram boðskap Framsóknarflokksins í kosningum. Frambjóðendur flokksins komu vopnaðir stærðarinnar tertu sem var skreytt með merki Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni Garðarson er oddviti Framsóknarflokksins í bænum og líklega yngsti oddviti Framsóknarflokksins á landsvísu eða 26 ára gamall. Hann var afar ánægður með heimsóknina þegar Vísir náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að koma aftur í Flensborg þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Nemendur Flensborgar og annað ungt fólk eru virkilega mikilvægir kjósendur. Þetta er sá hópur sem mun byggja upp samfélagið, eignast fjölskyldu, hafa þörf fyrir húsnæði og vinnu. Það er því mikilvægt að bæjarfélagið þjónusti þessa kynslóð vel og skapi þannig aðstæður að það sé heillandi fyrir ungt fólk að búa, ala upp börn og vinna í Hafnarfirði." segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni telur að það þurfi að þurfi að tala við unga kjósendur alveg eins og alla aðra, og bera virðingu fyrir þeim. „Þetta eru ekki börn, þetta er frekar upplýstur og vakandi hópur. Sjálfur er ég ungur fjölskyldumaður og ræddi stuttlega þessa hluti við þetta unga og efnilega fólk. Framtíðin er þeirra. Eftir þessa stuttu heimsókn okkar, buðum við nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku með stóru X-B merki. Það er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður í morgunsárið." segirÁgúst Bjarni glaður í bragði. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft bæjarfulltrá í Hafnarfirði síðan kjörtímabilið 1998-2002 þegar Þorsteinn Njálsson, læknir, var bæjarfulltrúi flokksins og forseti bæjarstjórnar í meirihluta með Sjálfstæðisflokki. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Kosningabaráttan er komin á fullt í Hafnarfirði, kosningaskrifstofur hafa verið settar upp miðsvæðis og frambjóðendur komnir út á örkina að sækja sér fylgi og ræða við kjósendur. Framsóknarflokkurinn fór í Flensborgarskólann í morgun til að kynnast ungum kjósendum Hafnarfjarðar og bera fram boðskap Framsóknarflokksins í kosningum. Frambjóðendur flokksins komu vopnaðir stærðarinnar tertu sem var skreytt með merki Framsóknarflokksins. Ágúst Bjarni Garðarson er oddviti Framsóknarflokksins í bænum og líklega yngsti oddviti Framsóknarflokksins á landsvísu eða 26 ára gamall. Hann var afar ánægður með heimsóknina þegar Vísir náði tali af honum. „Það var virkilega gaman að koma aftur í Flensborg þaðan sem ég lauk stúdentsprófi. Nemendur Flensborgar og annað ungt fólk eru virkilega mikilvægir kjósendur. Þetta er sá hópur sem mun byggja upp samfélagið, eignast fjölskyldu, hafa þörf fyrir húsnæði og vinnu. Það er því mikilvægt að bæjarfélagið þjónusti þessa kynslóð vel og skapi þannig aðstæður að það sé heillandi fyrir ungt fólk að búa, ala upp börn og vinna í Hafnarfirði." segir Ágúst Bjarni. Ágúst Bjarni telur að það þurfi að þurfi að tala við unga kjósendur alveg eins og alla aðra, og bera virðingu fyrir þeim. „Þetta eru ekki börn, þetta er frekar upplýstur og vakandi hópur. Sjálfur er ég ungur fjölskyldumaður og ræddi stuttlega þessa hluti við þetta unga og efnilega fólk. Framtíðin er þeirra. Eftir þessa stuttu heimsókn okkar, buðum við nemendum og starfsfólki upp á súkkulaðiköku með stóru X-B merki. Það er óhætt að segja að hún hafi runnið ljúflega niður í morgunsárið." segirÁgúst Bjarni glaður í bragði. Framsóknarflokkurinn hefur ekki haft bæjarfulltrá í Hafnarfirði síðan kjörtímabilið 1998-2002 þegar Þorsteinn Njálsson, læknir, var bæjarfulltrúi flokksins og forseti bæjarstjórnar í meirihluta með Sjálfstæðisflokki.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira