Innlent

Svara hatri með ást

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Svarta Kaffi
„Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum,“ skrifar fjölskyldan á Svarta Kaffi. Tilefni skrifanna er að nýverið hafa eigendur staðarins orðið fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum út af myndum og styttu af þeldökkum þjóni.

Margir hafa sakað þau um rasískt myndmál. Þá hefur kaffihúsið fengið neikvæðar umsagnir á vefnum Tripadvisor vegna myndanna.

„Samskipti okkar einkennast einmitt af hlýju og virðingu. Hvorki stétt né staða, litarháttur eða kyn geta því breytt, því fyrir okkur eru allir jafnir.“

„Í dag er dagurinn sem við lútum höfði og svörum hatri með ást.“

Allan pistil fjölskyldunnar má sjá hér að neðan:

Í dag er skrítinn dagur.

Hjörtun okkar grétu í gær í sannleika sagt.

Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum..en við trúum því að þeir sem okkur þekkja viti betur.Viti að við erum heiðarlegt fólk.

Heiðarlegt fólk sem leggur sig fram, alla daga, við að mæta viðskiptavinum með brosi og hlýju.

Samskipti okkar við aðra einkennast einmitt af hlýju og virðingu. Hvorki stétt né staða, litarháttur eða kyn geta því breytt, því fyrir okkur eru allir jafnir.

Í dag stöndum þéttar saman sem aldrei fyrr og höldum fast í hvort annað á meðan haglélið dynur á okkur.

Í dag er dagurinn sem við lútum höfði og svörum hatri með ást.

Ást sem hefur einkennt okkur í áratug og mun einkenna okkur í áratuga áfram.

Kveðja

Fjölskyldan á Svarta Kaffinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.