Jakob, áður Sambó, hefur verið tekinn niður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2014 13:55 Mynd/Svarta Kaffi Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. Svarta kaffi við Laugaveg er fjölskyldufyrirtæki í eigu Darra Stanko Miljevic, en hann á ættir að rekja til Króatíu. Töluverð umræða hefur spunnist um styttuna góðu og merkinga í gluggum á kaffihúsinu sem þekkt er fyrir súpur sínar í brauði. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á tilveru styttunnar af svarta drengnum er Hildur Lilliendahl. Hún telur styttuna, sem sjá má á matseðlinum, utan á húsinu og skilti fyrir utan húsið, vera rasískar merkingar. Myndmálið sé rasískt, ógeð og svona geri maður ekki á 21. öldinni en póst Hildar má sjá að neðan.. Tinna Miljevic, dóttir Darra, og fjölskylda hennar, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Birti fjölskyldan póst á Fésbókarsíðu sinni í gær, sem einnig fylgir fréttinni hér að neðan, þar sem þau sögðust vilja svara því hatri, sem þau hefðu fundið fyrir í umræðu á netinu, með ást. „Darri starfaði á veitingastað í rúm tuttugu ár og þar var þessi stytta uppi og einkennandi. Þegar hann lét þar af störfum var honum færð styttan góða að gjöf,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún útskýrir að þannig sé styttan minning um góða tíma og í raun eins og einn af fjölskyldunni. Þau hafna því alfarið að styttan standi fyrir hatursáróður, þau geri engan greinarmun á húðlit fólks. Sárt sé að sitja undir slíku. Þótt þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau brugðið til þess ráðs að taka niður styttuna. Það geri þau til að særa ekki blygðunarkennd fólks. Hún hét áður Sambó en þegar fjölskyldunni var gefin styttan var hún nefnd Jakob. En, þó þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau engu að síður tekið styttuna, sem áður hét Sambó en var nefnd Jakob þegar styttan kom í fjölskylduna, niður ef hún er til að særa blygðunarkennd einhvers. Þau vilji mæta þessum mótmælum með ást. „Já, nú er Jakob farinn í frí og óvíst hvað verður,“ segir Tinna. Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Post by Svarta Kaffid. Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Svarta kaffi hefur nú tekið niður styttu af hörundsdökkum þjóni, sem lengi hefur verið einskonar einkennismerki kaffihússins. Þetta er vegna netmótmæla. Svarta kaffi við Laugaveg er fjölskyldufyrirtæki í eigu Darra Stanko Miljevic, en hann á ættir að rekja til Króatíu. Töluverð umræða hefur spunnist um styttuna góðu og merkinga í gluggum á kaffihúsinu sem þekkt er fyrir súpur sínar í brauði. Meðal þeirra sem hafa lýst yfir undrun sinni á tilveru styttunnar af svarta drengnum er Hildur Lilliendahl. Hún telur styttuna, sem sjá má á matseðlinum, utan á húsinu og skilti fyrir utan húsið, vera rasískar merkingar. Myndmálið sé rasískt, ógeð og svona geri maður ekki á 21. öldinni en póst Hildar má sjá að neðan.. Tinna Miljevic, dóttir Darra, og fjölskylda hennar, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Birti fjölskyldan póst á Fésbókarsíðu sinni í gær, sem einnig fylgir fréttinni hér að neðan, þar sem þau sögðust vilja svara því hatri, sem þau hefðu fundið fyrir í umræðu á netinu, með ást. „Darri starfaði á veitingastað í rúm tuttugu ár og þar var þessi stytta uppi og einkennandi. Þegar hann lét þar af störfum var honum færð styttan góða að gjöf,“ segir Tinna í samtali við Vísi. Hún útskýrir að þannig sé styttan minning um góða tíma og í raun eins og einn af fjölskyldunni. Þau hafna því alfarið að styttan standi fyrir hatursáróður, þau geri engan greinarmun á húðlit fólks. Sárt sé að sitja undir slíku. Þótt þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau brugðið til þess ráðs að taka niður styttuna. Það geri þau til að særa ekki blygðunarkennd fólks. Hún hét áður Sambó en þegar fjölskyldunni var gefin styttan var hún nefnd Jakob. En, þó þau skilji ekki lætin, sem Tinna telur öfugsnúna fordóma, hafa þau engu að síður tekið styttuna, sem áður hét Sambó en var nefnd Jakob þegar styttan kom í fjölskylduna, niður ef hún er til að særa blygðunarkennd einhvers. Þau vilji mæta þessum mótmælum með ást. „Já, nú er Jakob farinn í frí og óvíst hvað verður,“ segir Tinna. Post by Hildur Lilliendahl Viggósdóttir. Post by Svarta Kaffid.
Tengdar fréttir Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Svara hatri með ást „Margt mis fagurt hefur verið sagt um okkur á samfélagsmiðlum og jafnvel í einkaskilaboðum.“ 9. maí 2014 09:26