Guðni vildi aðra en Framsóknarmenn á listann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. apríl 2014 20:07 Guðni segir að þrátt fyrir að hann sé hættur við framboðið, hafi samstarfið við kjördæmisráð gengið vel. „Ég vildi ekki fara fram. Það eru nokkrar ástæður sem ég vil eiga með mér,“ segir Guðni Ágústsson, um ástæður fyrir því að hann hætti við framboð til borgarstjórnarkosninganna í næsta mánuði. Hann heldur áfram: „Ein af þeim ástæðum er að ég taldi sterkara að opna framboðið sérstaklega með flugvallarsinnum en það varð ekki niðurstaða sem fékkst fram og þar með varð framboðið bundið við flokksbundna menn. En þetta er aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf þetta frá mér.“ Fyrr í dag sendi formaður Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík, Þórir Ingþórsson, frá sér tilkynningu þar sem hann sagði frétt Morgunblaðsins, um ástæður þess að Guðni hafi ekki farið fram, ekki vera rétta. Í fréttinni kom fram að Guðni hafi viljað hleypa fleirum en Framsóknarmönnum á framboðslista flokksins. Þórir sagði meðal annars: „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans.“ Einnig sagði Þórir þetta í tilkynningunni: „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Guðni staðfestir aftur á móti að meginatriði fréttarinnar séu sönn en tekur þó fram að samstarfið við stjórn kjördæmissambandsins hafi gengið vel. „Mér sýnist að frétt Morgunblaðsins sé í meginatriðum rétt. Ég vann ágætlega með stjórn kjördæmissambandsins þennan hálfa sólarhring þegar ég hafði fengið umboðið. Efstu sætu listans lágu ekki fyrir. Við stóðum ekki í neinum deilum en ég kaus, af nokkrum ástæðum, að gefa málið frá mér.“ Guðni heldur áfram að fjalla um ástæður þess að hann fór ekki fram. „Margt fólk - sem ég hafði nefnt til sögunnar sem hugsanlega frambjóðendur - vildi ekki gefa kost á sér og hvarf frá því að vera með eftir að ákveðið var listinn yrði ekki kallaður Framboð Framsóknarmanna og flugvallarsinna. En ég ítreka samt að ég átti ágætis samstarf við stjórn kjördæmissambandsins.“ Mikið hefur verið rætt um viðbrögð margra í netheimum við hugsanlegu framboði Guðna. Mörgum þótti umræðan ósmekkleg og lítið gert úr Guðna.Hafði umræðan á netinu áhrif á ákvörðun þína?„Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“ Einhverjir hafa fleygt því fram að ein af ástæðunum fyrir því að Guðni hafi hætt við framboðið væru niðurstöður könnunar sem hefðu komið illa út fyrir hann. Guðni segir þetta einfaldlega ekki vera rétt. „Nei, nei, nei engin könnun gerð svo ég viti til. En viðbrögðin voru gríðarlega góð frá fólki í ólíkustu áttum – héðan og þaðan úr samfélaginu. Þetta vakti mikla og góða athygli og ég fékk hvatningu víða að,“ segir Guðni að lokum. Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
„Ég vildi ekki fara fram. Það eru nokkrar ástæður sem ég vil eiga með mér,“ segir Guðni Ágústsson, um ástæður fyrir því að hann hætti við framboð til borgarstjórnarkosninganna í næsta mánuði. Hann heldur áfram: „Ein af þeim ástæðum er að ég taldi sterkara að opna framboðið sérstaklega með flugvallarsinnum en það varð ekki niðurstaða sem fékkst fram og þar með varð framboðið bundið við flokksbundna menn. En þetta er aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf þetta frá mér.“ Fyrr í dag sendi formaður Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík, Þórir Ingþórsson, frá sér tilkynningu þar sem hann sagði frétt Morgunblaðsins, um ástæður þess að Guðni hafi ekki farið fram, ekki vera rétta. Í fréttinni kom fram að Guðni hafi viljað hleypa fleirum en Framsóknarmönnum á framboðslista flokksins. Þórir sagði meðal annars: „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans.“ Einnig sagði Þórir þetta í tilkynningunni: „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Guðni staðfestir aftur á móti að meginatriði fréttarinnar séu sönn en tekur þó fram að samstarfið við stjórn kjördæmissambandsins hafi gengið vel. „Mér sýnist að frétt Morgunblaðsins sé í meginatriðum rétt. Ég vann ágætlega með stjórn kjördæmissambandsins þennan hálfa sólarhring þegar ég hafði fengið umboðið. Efstu sætu listans lágu ekki fyrir. Við stóðum ekki í neinum deilum en ég kaus, af nokkrum ástæðum, að gefa málið frá mér.“ Guðni heldur áfram að fjalla um ástæður þess að hann fór ekki fram. „Margt fólk - sem ég hafði nefnt til sögunnar sem hugsanlega frambjóðendur - vildi ekki gefa kost á sér og hvarf frá því að vera með eftir að ákveðið var listinn yrði ekki kallaður Framboð Framsóknarmanna og flugvallarsinna. En ég ítreka samt að ég átti ágætis samstarf við stjórn kjördæmissambandsins.“ Mikið hefur verið rætt um viðbrögð margra í netheimum við hugsanlegu framboði Guðna. Mörgum þótti umræðan ósmekkleg og lítið gert úr Guðna.Hafði umræðan á netinu áhrif á ákvörðun þína?„Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“ Einhverjir hafa fleygt því fram að ein af ástæðunum fyrir því að Guðni hafi hætt við framboðið væru niðurstöður könnunar sem hefðu komið illa út fyrir hann. Guðni segir þetta einfaldlega ekki vera rétt. „Nei, nei, nei engin könnun gerð svo ég viti til. En viðbrögðin voru gríðarlega góð frá fólki í ólíkustu áttum – héðan og þaðan úr samfélaginu. Þetta vakti mikla og góða athygli og ég fékk hvatningu víða að,“ segir Guðni að lokum.
Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira