Guðni vildi aðra en Framsóknarmenn á listann Kjartan Atli Kjartansson skrifar 26. apríl 2014 20:07 Guðni segir að þrátt fyrir að hann sé hættur við framboðið, hafi samstarfið við kjördæmisráð gengið vel. „Ég vildi ekki fara fram. Það eru nokkrar ástæður sem ég vil eiga með mér,“ segir Guðni Ágústsson, um ástæður fyrir því að hann hætti við framboð til borgarstjórnarkosninganna í næsta mánuði. Hann heldur áfram: „Ein af þeim ástæðum er að ég taldi sterkara að opna framboðið sérstaklega með flugvallarsinnum en það varð ekki niðurstaða sem fékkst fram og þar með varð framboðið bundið við flokksbundna menn. En þetta er aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf þetta frá mér.“ Fyrr í dag sendi formaður Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík, Þórir Ingþórsson, frá sér tilkynningu þar sem hann sagði frétt Morgunblaðsins, um ástæður þess að Guðni hafi ekki farið fram, ekki vera rétta. Í fréttinni kom fram að Guðni hafi viljað hleypa fleirum en Framsóknarmönnum á framboðslista flokksins. Þórir sagði meðal annars: „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans.“ Einnig sagði Þórir þetta í tilkynningunni: „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Guðni staðfestir aftur á móti að meginatriði fréttarinnar séu sönn en tekur þó fram að samstarfið við stjórn kjördæmissambandsins hafi gengið vel. „Mér sýnist að frétt Morgunblaðsins sé í meginatriðum rétt. Ég vann ágætlega með stjórn kjördæmissambandsins þennan hálfa sólarhring þegar ég hafði fengið umboðið. Efstu sætu listans lágu ekki fyrir. Við stóðum ekki í neinum deilum en ég kaus, af nokkrum ástæðum, að gefa málið frá mér.“ Guðni heldur áfram að fjalla um ástæður þess að hann fór ekki fram. „Margt fólk - sem ég hafði nefnt til sögunnar sem hugsanlega frambjóðendur - vildi ekki gefa kost á sér og hvarf frá því að vera með eftir að ákveðið var listinn yrði ekki kallaður Framboð Framsóknarmanna og flugvallarsinna. En ég ítreka samt að ég átti ágætis samstarf við stjórn kjördæmissambandsins.“ Mikið hefur verið rætt um viðbrögð margra í netheimum við hugsanlegu framboði Guðna. Mörgum þótti umræðan ósmekkleg og lítið gert úr Guðna.Hafði umræðan á netinu áhrif á ákvörðun þína?„Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“ Einhverjir hafa fleygt því fram að ein af ástæðunum fyrir því að Guðni hafi hætt við framboðið væru niðurstöður könnunar sem hefðu komið illa út fyrir hann. Guðni segir þetta einfaldlega ekki vera rétt. „Nei, nei, nei engin könnun gerð svo ég viti til. En viðbrögðin voru gríðarlega góð frá fólki í ólíkustu áttum – héðan og þaðan úr samfélaginu. Þetta vakti mikla og góða athygli og ég fékk hvatningu víða að,“ segir Guðni að lokum. Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Ég vildi ekki fara fram. Það eru nokkrar ástæður sem ég vil eiga með mér,“ segir Guðni Ágústsson, um ástæður fyrir því að hann hætti við framboð til borgarstjórnarkosninganna í næsta mánuði. Hann heldur áfram: „Ein af þeim ástæðum er að ég taldi sterkara að opna framboðið sérstaklega með flugvallarsinnum en það varð ekki niðurstaða sem fékkst fram og þar með varð framboðið bundið við flokksbundna menn. En þetta er aðeins ein af ástæðunum fyrir því að ég gaf þetta frá mér.“ Fyrr í dag sendi formaður Kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík, Þórir Ingþórsson, frá sér tilkynningu þar sem hann sagði frétt Morgunblaðsins, um ástæður þess að Guðni hafi ekki farið fram, ekki vera rétta. Í fréttinni kom fram að Guðni hafi viljað hleypa fleirum en Framsóknarmönnum á framboðslista flokksins. Þórir sagði meðal annars: „Full eining var milli stjórnar kjördæmissambands Framsóknar í Reykjavík og Guðna Ágústssonar um framboð hans og sátt um skipan í önnur sæti listans.“ Einnig sagði Þórir þetta í tilkynningunni: „Allar fullyrðingar í fjölmiðlum um að stjórn KFR hafi á einhvern hátt staðið skipulega í vegi fyrir hugmyndum Guðna Ágústssonar um skipan listans eru því einfaldlega rangar.“ Guðni staðfestir aftur á móti að meginatriði fréttarinnar séu sönn en tekur þó fram að samstarfið við stjórn kjördæmissambandsins hafi gengið vel. „Mér sýnist að frétt Morgunblaðsins sé í meginatriðum rétt. Ég vann ágætlega með stjórn kjördæmissambandsins þennan hálfa sólarhring þegar ég hafði fengið umboðið. Efstu sætu listans lágu ekki fyrir. Við stóðum ekki í neinum deilum en ég kaus, af nokkrum ástæðum, að gefa málið frá mér.“ Guðni heldur áfram að fjalla um ástæður þess að hann fór ekki fram. „Margt fólk - sem ég hafði nefnt til sögunnar sem hugsanlega frambjóðendur - vildi ekki gefa kost á sér og hvarf frá því að vera með eftir að ákveðið var listinn yrði ekki kallaður Framboð Framsóknarmanna og flugvallarsinna. En ég ítreka samt að ég átti ágætis samstarf við stjórn kjördæmissambandsins.“ Mikið hefur verið rætt um viðbrögð margra í netheimum við hugsanlegu framboði Guðna. Mörgum þótti umræðan ósmekkleg og lítið gert úr Guðna.Hafði umræðan á netinu áhrif á ákvörðun þína?„Nei, það gerði hún ekki. Ég er vanur pólitík og menn sem hafa verið lengi í stjórnmálum fá sigg á sálina.“ Einhverjir hafa fleygt því fram að ein af ástæðunum fyrir því að Guðni hafi hætt við framboðið væru niðurstöður könnunar sem hefðu komið illa út fyrir hann. Guðni segir þetta einfaldlega ekki vera rétt. „Nei, nei, nei engin könnun gerð svo ég viti til. En viðbrögðin voru gríðarlega góð frá fólki í ólíkustu áttum – héðan og þaðan úr samfélaginu. Þetta vakti mikla og góða athygli og ég fékk hvatningu víða að,“ segir Guðni að lokum.
Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira