Atletico Madrid náði í kvöld þriggja stiga forskoti í spænsku úrvalsdeildinni. Atletico lagði þá Getafe, 0-2.
Það var miðvörðurinn Diego Godin sem kom Atletico yfir rétt fyrir hlé og þannig stóð leikar í hálfleik.
Seinna markið kom skömmu fyrir leikslok og það skoraði markahrókurinn Diego Costa. Markið var reyndar dýrt því Costa meiddist illa er hann skoraði.
Hann rann nefnilega á stöngina af fullum krafti. Blæddi úr fæti hans og var Costa borinn sárþjáður af velli. Það væri gríðarlegt áfall fyrir Atletico ef hann er alvarlega meiddur.
Atletico er með 82 stig í efsta sæti en Real Madrid er með 79. Barcelona er síðan með 78 stig.
Costa meiddist er Atletico fór á toppinn

Mest lesið


Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina
Enski boltinn

Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild
Enski boltinn

„Galið og fáránlegt“
Íslenski boltinn




Keflavík fær bandarískan framherja
Körfubolti


ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni
Íslenski boltinn