Barcelona í fyrsta sinn í hættu með að missa Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. apríl 2014 13:45 Lionel Messi. Vísir Þetta er búin að vera skelfileg vika fyrir Barcelona fótboltaliðið og ekki bættu fréttir spænskra fjölmiðla í morgun ástandið á Nývangi en allt snýst nú um meinta óánægju argentínska snillingsins Lionel Messi. Nýjustu fréttir úr herbúðum Barcelona eru að Lionel Messi vilji ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og að svo gæti farið að hann færi yfir til franska liðsins Paris Saint Germain í sumar. Það er mikið óvissuástand í Barcelona eftir UEFA dæmdi félagið í bann en Börsungar mega ekki fá til sín leikmann í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Félagsskiptabannið kemur sér mjög illa núna þegar liðið þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda. Ástandið inn á vellinum er nefnilega ekki til að hrópa húrra fyrir enda hefur liðið ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og á síðustu dögum datt lið út úr Meistaradeildinni, tapaði óvænt skyldusigri í deildinni og lá loks í úrslitaleik spænska bikarsins á móti erkifjendunum í Real Madrid. Samkvæmt fréttum frá Spáni er himinn og haf á milli þess sem Barcelona er að bjóða Lionel Messi og það sem hann vill fá. Barcelona hefur boðið honum 6,2 milljarða íslenskra króna á ári næstu fimm árin og að félagið eigi tuttugu prósent af ímyndarétti Messi. Messi vill hinsvegar fá 15,3 milljarða íslenskra króna á ári næstu fjögur árin og að halda fullum ímyndarétti sínum. Hér munar gríðarlega miklu. Messi er víst einnig ósáttur með að Barcelona keypti Brasilíumanninn Neymar í stað þess að reyna að kaupa landa hans Sergio Aguero. Paris Saint Germain er tilbúið að kaupa upp samning Messi við Barcelona sem rennur út árið 2018. Það mun hinsvegar kosta Frakkana 250 milljónir evra og gera Messi að langdýrasta knattspyrnumanni heims. Spænski boltinn Tengdar fréttir Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40 Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21 Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01 Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Sjá meira
Þetta er búin að vera skelfileg vika fyrir Barcelona fótboltaliðið og ekki bættu fréttir spænskra fjölmiðla í morgun ástandið á Nývangi en allt snýst nú um meinta óánægju argentínska snillingsins Lionel Messi. Nýjustu fréttir úr herbúðum Barcelona eru að Lionel Messi vilji ekki skrifa undir nýjan samning við félagið og að svo gæti farið að hann færi yfir til franska liðsins Paris Saint Germain í sumar. Það er mikið óvissuástand í Barcelona eftir UEFA dæmdi félagið í bann en Börsungar mega ekki fá til sín leikmann í næstu tveimur félagsskiptagluggum. Félagsskiptabannið kemur sér mjög illa núna þegar liðið þarf nauðsynlega á liðstyrk að halda. Ástandið inn á vellinum er nefnilega ekki til að hrópa húrra fyrir enda hefur liðið ekki verið sannfærandi á leiktíðinni og á síðustu dögum datt lið út úr Meistaradeildinni, tapaði óvænt skyldusigri í deildinni og lá loks í úrslitaleik spænska bikarsins á móti erkifjendunum í Real Madrid. Samkvæmt fréttum frá Spáni er himinn og haf á milli þess sem Barcelona er að bjóða Lionel Messi og það sem hann vill fá. Barcelona hefur boðið honum 6,2 milljarða íslenskra króna á ári næstu fimm árin og að félagið eigi tuttugu prósent af ímyndarétti Messi. Messi vill hinsvegar fá 15,3 milljarða íslenskra króna á ári næstu fjögur árin og að halda fullum ímyndarétti sínum. Hér munar gríðarlega miklu. Messi er víst einnig ósáttur með að Barcelona keypti Brasilíumanninn Neymar í stað þess að reyna að kaupa landa hans Sergio Aguero. Paris Saint Germain er tilbúið að kaupa upp samning Messi við Barcelona sem rennur út árið 2018. Það mun hinsvegar kosta Frakkana 250 milljónir evra og gera Messi að langdýrasta knattspyrnumanni heims.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40 Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21 Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01 Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FHL - Þróttur | Sjóðheitir gestir í Fjarðabyggð Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Real Madrid staðfestir loks komu Xabi Alonso Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Ísak Bergmann hljóp mest allra Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Uppgjörið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Sjá meira
Koke afgreiddi Barcelona | Sjáðu markið Barcelona er úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir 1-0 tap gegn Atletico Madrid í kvöld. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-1 jafntefli. 9. apríl 2014 14:40
Bale hetja Real í bikar-Clásico Real Madrid vann erkifjendurnar í Barcelona, 2-1, í úrslitaleik spænska Konungsbikarsins á Mestalla-vellinum í Valencia í kvöld. 16. apríl 2014 21:21
Barcelona að kasta frá sér spænska meistaratitlinum Barcelona er heldur betur að gefa eftir þessa dagana og martraðarvika þeirra var fullkomnuð í kvöld. 12. apríl 2014 00:01
Neymar meiddur | Frá í mánuð Brasilíumaðurinn Neymar meiddist þegar Barcelona tapaði fyrir Real Madrid í spænska konungsbikarnum í fótbolta í gær. Talið er að Neymar verði frá í fjórar vikur. 17. apríl 2014 17:29