Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2014 19:45 Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. Við höfum sagt frá því að nýr veitingastaður og nýtt hótel eru að hefja starfsemi við Skógafoss en einnig að þar eru tvö önnur hótel í bígerð sem og smíði stórs þjónustuhúss fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra á Hvolsvelli hefur hins vegar uppi enn stærri áform fyrir Skóga. „Við erum að breyta aðalskipulagi okkar þannig að í Skógum verður þéttbýliskjarni, annar af tveimur þéttbýliskjörnum hér í sveitarfélaginu. Hinn er auðvitað hér á Hvolsvelli,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það þýðir það að þegar við erum komin með kannski 200 manna samfélag í Skóga þá ber sveitarfélaginu skylda til að skaffa kalt vatn, fráveitumál, gatnagerð og annað slíkt,” segir sveitarstjórinn. Grafískar teikningar sveitarfélagsins sýna hvar menn sjá hótelbyggingar rúmast á staðnum og þar virðist ekki skorta landrými fyrir heilt þorp. Skógar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri, þegar þar voru bæði héraðsskóli og grunnskóli, eins og einn fyrrverandi kennarinn rifjar upp, Margrét Tryggvadóttir. Hún minnist þess þegar eitthundraðasti einstaklingurinn fæddist þar. „Þá bjuggu hundrað manns þar. Núna eru þeir kannski bara fimmtán,” giskar Margrét á.Nóg landrými ætti að vera við Skóga til að skipuleggja heilt bæjarfélag.Börnum undan Eyjafjöllum er nú ekið í skóla á Hvolsvelli. Guðrún Inga Sveinsdóttir skólabílstjóri býr að Skógum. Spurð hvort það hafi ekki verið sárt að missa skólana svarar hún: „Það þýðir ekkert að spá í það. Það var ekki til fólk í þá. Engin börn. Eða of fá,” segir Guðrún Inga. Þjónustan við ferðamennina gæti snúið þessu við og orðið grunnur nýrrar uppbyggingar og ekki bara á Skógum. Ísólfur Gylfi segir að það sé ekki aðeins í Skógum heldur víðar undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu sem menn áformi uppbyggingu vegna ferðaþjónustu, svo sem í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, til að mæta þeirri aukningu sem hafi verið á ferðamönnum til Íslands. Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. Við höfum sagt frá því að nýr veitingastaður og nýtt hótel eru að hefja starfsemi við Skógafoss en einnig að þar eru tvö önnur hótel í bígerð sem og smíði stórs þjónustuhúss fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra á Hvolsvelli hefur hins vegar uppi enn stærri áform fyrir Skóga. „Við erum að breyta aðalskipulagi okkar þannig að í Skógum verður þéttbýliskjarni, annar af tveimur þéttbýliskjörnum hér í sveitarfélaginu. Hinn er auðvitað hér á Hvolsvelli,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það þýðir það að þegar við erum komin með kannski 200 manna samfélag í Skóga þá ber sveitarfélaginu skylda til að skaffa kalt vatn, fráveitumál, gatnagerð og annað slíkt,” segir sveitarstjórinn. Grafískar teikningar sveitarfélagsins sýna hvar menn sjá hótelbyggingar rúmast á staðnum og þar virðist ekki skorta landrými fyrir heilt þorp. Skógar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri, þegar þar voru bæði héraðsskóli og grunnskóli, eins og einn fyrrverandi kennarinn rifjar upp, Margrét Tryggvadóttir. Hún minnist þess þegar eitthundraðasti einstaklingurinn fæddist þar. „Þá bjuggu hundrað manns þar. Núna eru þeir kannski bara fimmtán,” giskar Margrét á.Nóg landrými ætti að vera við Skóga til að skipuleggja heilt bæjarfélag.Börnum undan Eyjafjöllum er nú ekið í skóla á Hvolsvelli. Guðrún Inga Sveinsdóttir skólabílstjóri býr að Skógum. Spurð hvort það hafi ekki verið sárt að missa skólana svarar hún: „Það þýðir ekkert að spá í það. Það var ekki til fólk í þá. Engin börn. Eða of fá,” segir Guðrún Inga. Þjónustan við ferðamennina gæti snúið þessu við og orðið grunnur nýrrar uppbyggingar og ekki bara á Skógum. Ísólfur Gylfi segir að það sé ekki aðeins í Skógum heldur víðar undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu sem menn áformi uppbyggingu vegna ferðaþjónustu, svo sem í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, til að mæta þeirri aukningu sem hafi verið á ferðamönnum til Íslands.
Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Fleiri fréttir Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30