Skógafoss er eitt af þeim kennileitum sem hvað oftast sést í ferðamannabæklingum enda einn svipmesti foss landsins. Hann stendur við hringveginn, undir heimsfrægum Eyjafjallajökli og því ekki að undra að þangað flykkist nú ferðamenn allt árið um kring.
Hjónin Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson hafa rekið ferðaþjónustu undir Eyjafjöllum síðustu tólf ár eða frá því þau opnuðu Hótel Önnu á Moldnúpi. Fjölgun ferðamanna kallar á meiri þjónustu en fyrr í mánuðinum opnuðu þau veitingasal fyrir sextíum manns við Skógafoss. Þau eru jafnframt búin að reisa þar nýtt hótel með 20 gistiherbergjum sem opna á 1. maí.


„Við verðum mjög ströng með það hverskonar byggingar verði byggðar á þessum viðkvæma stað,” segir Ísólfur Gylfi.
