Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Kristján Már Unnarsson skrifar 14. apríl 2014 21:15 Nýtt hótel verður opnað við Skógafoss um næstu mánaðamót og tvö önnur eru í bígerð. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað.Skógafoss er eitt af þeim kennileitum sem hvað oftast sést í ferðamannabæklingum enda einn svipmesti foss landsins. Hann stendur við hringveginn, undir heimsfrægum Eyjafjallajökli og því ekki að undra að þangað flykkist nú ferðamenn allt árið um kring. Hjónin Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson hafa rekið ferðaþjónustu undir Eyjafjöllum síðustu tólf ár eða frá því þau opnuðu Hótel Önnu á Moldnúpi. Fjölgun ferðamanna kallar á meiri þjónustu en fyrr í mánuðinum opnuðu þau veitingasal fyrir sextíum manns við Skógafoss. Þau eru jafnframt búin að reisa þar nýtt hótel með 20 gistiherbergjum sem opna á 1. maí.Útsýni úr nýja veitingasalnum á Hótel Skógafossi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta gæti bara verið forsmekkurinn að því sem koma skal við Skógafoss. Nú eru í farvatninu tvö önnur ný hótel og stórt þjónustuhús, - byggingar upp á samtals 5.000 fermetra.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sveitarfélagið Rangárþing hefur auglýst breytt deiliskipulag til að koma nýju byggingunum fyrir og af því tilefni látið gera grafískar myndir til að menn átti sig betur á umfanginu. Útlitsteikningar liggja þó ekki fyrir en sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi Pálmason segir að passað verði upp á náttúruna við Skógafoss. „Við verðum mjög ströng með það hverskonar byggingar verði byggðar á þessum viðkvæma stað,” segir Ísólfur Gylfi.Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins. Tengdar fréttir Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Nýtt hótel verður opnað við Skógafoss um næstu mánaðamót og tvö önnur eru í bígerð. Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað.Skógafoss er eitt af þeim kennileitum sem hvað oftast sést í ferðamannabæklingum enda einn svipmesti foss landsins. Hann stendur við hringveginn, undir heimsfrægum Eyjafjallajökli og því ekki að undra að þangað flykkist nú ferðamenn allt árið um kring. Hjónin Eyja Þóra Einarsdóttir og Jóhann Frímannsson hafa rekið ferðaþjónustu undir Eyjafjöllum síðustu tólf ár eða frá því þau opnuðu Hótel Önnu á Moldnúpi. Fjölgun ferðamanna kallar á meiri þjónustu en fyrr í mánuðinum opnuðu þau veitingasal fyrir sextíum manns við Skógafoss. Þau eru jafnframt búin að reisa þar nýtt hótel með 20 gistiherbergjum sem opna á 1. maí.Útsýni úr nýja veitingasalnum á Hótel Skógafossi.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þetta gæti bara verið forsmekkurinn að því sem koma skal við Skógafoss. Nú eru í farvatninu tvö önnur ný hótel og stórt þjónustuhús, - byggingar upp á samtals 5.000 fermetra.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Sveitarfélagið Rangárþing hefur auglýst breytt deiliskipulag til að koma nýju byggingunum fyrir og af því tilefni látið gera grafískar myndir til að menn átti sig betur á umfanginu. Útlitsteikningar liggja þó ekki fyrir en sveitarstjórinn Ísólfur Gylfi Pálmason segir að passað verði upp á náttúruna við Skógafoss. „Við verðum mjög ströng með það hverskonar byggingar verði byggðar á þessum viðkvæma stað,” segir Ísólfur Gylfi.Grafísk mynd gefur hugmynd um stærð eins hótelsins.
Tengdar fréttir Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30