Skógar skipulagðir sem þéttbýliskjarni Kristján Már Unnarsson skrifar 18. apríl 2014 19:45 Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. Við höfum sagt frá því að nýr veitingastaður og nýtt hótel eru að hefja starfsemi við Skógafoss en einnig að þar eru tvö önnur hótel í bígerð sem og smíði stórs þjónustuhúss fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra á Hvolsvelli hefur hins vegar uppi enn stærri áform fyrir Skóga. „Við erum að breyta aðalskipulagi okkar þannig að í Skógum verður þéttbýliskjarni, annar af tveimur þéttbýliskjörnum hér í sveitarfélaginu. Hinn er auðvitað hér á Hvolsvelli,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það þýðir það að þegar við erum komin með kannski 200 manna samfélag í Skóga þá ber sveitarfélaginu skylda til að skaffa kalt vatn, fráveitumál, gatnagerð og annað slíkt,” segir sveitarstjórinn. Grafískar teikningar sveitarfélagsins sýna hvar menn sjá hótelbyggingar rúmast á staðnum og þar virðist ekki skorta landrými fyrir heilt þorp. Skógar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri, þegar þar voru bæði héraðsskóli og grunnskóli, eins og einn fyrrverandi kennarinn rifjar upp, Margrét Tryggvadóttir. Hún minnist þess þegar eitthundraðasti einstaklingurinn fæddist þar. „Þá bjuggu hundrað manns þar. Núna eru þeir kannski bara fimmtán,” giskar Margrét á.Nóg landrými ætti að vera við Skóga til að skipuleggja heilt bæjarfélag.Börnum undan Eyjafjöllum er nú ekið í skóla á Hvolsvelli. Guðrún Inga Sveinsdóttir skólabílstjóri býr að Skógum. Spurð hvort það hafi ekki verið sárt að missa skólana svarar hún: „Það þýðir ekkert að spá í það. Það var ekki til fólk í þá. Engin börn. Eða of fá,” segir Guðrún Inga. Þjónustan við ferðamennina gæti snúið þessu við og orðið grunnur nýrrar uppbyggingar og ekki bara á Skógum. Ísólfur Gylfi segir að það sé ekki aðeins í Skógum heldur víðar undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu sem menn áformi uppbyggingu vegna ferðaþjónustu, svo sem í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, til að mæta þeirri aukningu sem hafi verið á ferðamönnum til Íslands. Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Það er ekki á hverjum degi sem Ísland fær nýjan þéttbýliskjarna. Sveitarfélag á Suðurlandi hefur nú markað þá stefnu að tvöhundruð manna þorp skuli byggjast upp við Skógafoss. Við höfum sagt frá því að nýr veitingastaður og nýtt hótel eru að hefja starfsemi við Skógafoss en einnig að þar eru tvö önnur hótel í bígerð sem og smíði stórs þjónustuhúss fyrir ferðamenn. Sveitarstjórn Rangárþings eystra á Hvolsvelli hefur hins vegar uppi enn stærri áform fyrir Skóga. „Við erum að breyta aðalskipulagi okkar þannig að í Skógum verður þéttbýliskjarni, annar af tveimur þéttbýliskjörnum hér í sveitarfélaginu. Hinn er auðvitað hér á Hvolsvelli,” segir Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, í viðtali í fréttum Stöðvar 2.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóri Rangárþings eystra.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.„Það þýðir það að þegar við erum komin með kannski 200 manna samfélag í Skóga þá ber sveitarfélaginu skylda til að skaffa kalt vatn, fráveitumál, gatnagerð og annað slíkt,” segir sveitarstjórinn. Grafískar teikningar sveitarfélagsins sýna hvar menn sjá hótelbyggingar rúmast á staðnum og þar virðist ekki skorta landrými fyrir heilt þorp. Skógar mega hins vegar muna fífil sinn fegurri, þegar þar voru bæði héraðsskóli og grunnskóli, eins og einn fyrrverandi kennarinn rifjar upp, Margrét Tryggvadóttir. Hún minnist þess þegar eitthundraðasti einstaklingurinn fæddist þar. „Þá bjuggu hundrað manns þar. Núna eru þeir kannski bara fimmtán,” giskar Margrét á.Nóg landrými ætti að vera við Skóga til að skipuleggja heilt bæjarfélag.Börnum undan Eyjafjöllum er nú ekið í skóla á Hvolsvelli. Guðrún Inga Sveinsdóttir skólabílstjóri býr að Skógum. Spurð hvort það hafi ekki verið sárt að missa skólana svarar hún: „Það þýðir ekkert að spá í það. Það var ekki til fólk í þá. Engin börn. Eða of fá,” segir Guðrún Inga. Þjónustan við ferðamennina gæti snúið þessu við og orðið grunnur nýrrar uppbyggingar og ekki bara á Skógum. Ísólfur Gylfi segir að það sé ekki aðeins í Skógum heldur víðar undir Eyjafjöllum og í sveitarfélaginu sem menn áformi uppbyggingu vegna ferðaþjónustu, svo sem í Fljótshlíð og á Hvolsvelli, til að mæta þeirri aukningu sem hafi verið á ferðamönnum til Íslands.
Tengdar fréttir Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15 Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Nýtt hótel á Skógum og tvö önnur í bígerð Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir að menn verði strangir á því hverskonar byggingar verði leyfðar á þessum viðkvæma stað. 14. apríl 2014 21:15
Óttast að nýtt hótel skyggi á Skógafoss Meirihluti fulltrúa sat hjá þegar samþykkt var í skipulagsnefnd Rangárþings eystra að kynna deiliskipulag sem gerir kleift að reisa um 300 manna hótel við Skógafoss. Formaður nefndarinnar sagði málið vel undirbúið og sveitarstjórnin samþykkti. 10. mars 2014 08:30