Erlent

Grunaður um að hafa drepið stuðningsmann

Frá minningarathöfninni í gær.
Frá minningarathöfninni í gær. Mynd/Twitter
Tuttugu og átta ára gamall maður frá Helsingborg hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa orðið áhanganda Djurgården knattspyrnuliðsins að bana um helgina.

Til átaka kom á milli hópa manna fyrir leik liðanna sem endaði með þessum hræðilegu afleiðingum. Leikurinn var flautaður af skömmu eftir að hann hófst þegar fregnir bárust af málinu.

Maðurinn gaf sig fram sjálfviljugur við lögreglu í gærkvöldi, að því er greint er frá í sænska ríkisútvarpinu. Að sögn lögreglu viðurkennir maðurinn að hafa lent í slagsmálum við áhanganda Djurgarden en hann hefur áður komist í kast við lögin í tengslum við slagsmál á fótboltaleikjum.


Tengdar fréttir

Flautuðu leikinn af eftir að stuðningsmaður Djurgården lést

Það þurfti að stoppa leik Helsingborgs IF og Djurgården í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag eftir að stuðningsmenn Djurgården ruddust inn á völlinn. Leikurinn var seinna flautaður af eftir að í ljós kom að stuðningsmaður Djurgården hafi látist eftir átök í miðbæ Helsingborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×