Erlent

Verkfall mun hafa áhrif á 425 þúsund farþega

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Verkfall flugmanna hjá þýska flugfélaginu Lufthansa mun hafa áhrif á ferðaáætlanir um 425 þúsund farþega.

Verkfallið verður á tímabilinu 2-4. apríl og hefur 3800 flugferðum þegar verið aflýst.

Talið er að verkfallið muni kosta fyrirtækið tugi milljóna evra.

Fyrr í mánuðnum samþykktu flugmenn að fara í verkfall, en mikill meirihluti, eða 90%, greiddi atkvæði með verkfallsboðun í atkvæðagreiðslu starfsmanna.

Flugmennirnir hafa barist fyrir réttindum sínum í tengslum við starfslok og lífeyrisréttindi. Þá krefjast þeir meðal annars hærri launa og betri starfsaðstæðna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×