Erlent

25 ára fangelsi fyrir að skjóta á Hvíta húsið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Oscar Ortega-Hernandez var í gær dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að reyna að hafa reynt að myrða Barack Obama, forseta Bandaríkjanna með því að skjóta úr vélbyssu að Hvíta húsinu.

Ortega skaut úr vélbyssu út um glugga bíls síns á húsið og þótti það mikil heppni að hann hafi ekki hæft leyniþjónustumenn sem stóðu vörð við Hvíta húsið. Hvorki forsetinn né fjölskylda var þó heima þegar árásin átti sér stað.

Sagt er frá þessu á vef CNN.

Eftir skotárásina keyrði Ortega hratt í burtu en missti stjórn á bílnum sínum og lenti í árekstri. Þá flúði hann fótgangandi í burtu. Fingraför hans fundust á magasíni byssunnar, sem enn var í bílnum, en ekki byssunni sjálfri.

Hann var svo handtekinn fimm tögum síðar.

„Maðurinn keyrði þvert yfir landið til að skjóta úr vélbyssu á Hvíta húsið,“ sagði Ronald Machen, ríkissaksóknari. „Hann var hvattur áfram á hatri sínu á forsetanum og þeirri þrá að vilja koma af stað byltingu gegn ríkisstjórninni.“

„Þessi 25 ára fangelsisdómur sýnir að hver sá sem kemur til höfuðborgarinnar og hyggst beita ofbeldi, getur átt von á að eyða áratugum í fangelsi,“ sagði Machen.

Ortega trúði því að ríkisstjórnin reyndi að stjórna Bandaríkjamönnum í gegnum GPS, flúor og gervisykri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×