Innlent

Eldri borgarar geta ekki notað séreignarsparnað til að borga lán

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/daníel/anton
„Þú þarft að vera á vinnumarkaði til að geta nýtt þér þessi úrræði,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána, í samtali við Vísi. Tillögur ríkisstjórnarinnar, sem snúa að nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar til að greiða inn á höfuðstól húnsæðislána, ná því ekki til eldri borgara sem komnir eru á eftirlaun.

Fréttastofu bárust fyrirspurnir frá eldri borgurum, sem tóku verðtryggð lán en eru ekki lengur á vinnumarkaði, í kjölfar umræðu um skuldaniðurfærslur í þætti Lóu Pind, Stóru málunum, á Stöð 2 í gærkvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra svaraði þar spurningum þáttastjórnanda.

Í tillögum ríkisstjórnar um skuldaniðurfellingu kemur fram að leiðin bjóðist öllum þeim sem skuldi húsnæðislán óháð lánsformi.

Úrræðin snúa að því að ríkissjóður gefur eftir skatt af allt að 4% iðgjaldi launþega og allt að 2% mótframlagi vinnuveitenda í séreignarlífeyrissparnað gegn því að þeim fjármunum sé varið til inngreiðslna á höfuðstól húsnæðislána.

Tryggvi Þór segir hins vegar að þau úrræði sem í boði eru fyrir þá sem komnir séu á eftirlaun séu til dæmis 110% leiðin, sérstök greiðsluaðlögun og almenn greiðsluaðlögun.

„Niðurstaðan er sú að tímabundin ráðstöfun séreignalífeyrissparnaðar til að lækka höfuðstól sé mjög áhrifarík leið til þess að styðja heimilin við að lækka húsnæðisskuldir,“ segir í tillögum ríkisstjórnarinnar. Einnig kemur fram að aðgerðin hvetji til sparnaðar og bæti afkomu og lífskjör umtalsvert vegna minni greiðslubyrðar þegar aðgerð lýkur.


Tengdar fréttir

Hið opinbera sagt vinna gegn peningastefnunni

ASÍ segir birta til í hagkerfinu þó blikur séu á lofti. Óvissa sé um stefnu í peningamálum og óvíst hvort höftum verði aflétt. Fjármál hins opinbera vinni gegn peningastefnu Seðlabankans sem kalli á hærri vexti og dragi úr vexti fjárfestinga.

Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag

Þrjátíu þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir fá heimild til að nota séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð. Um 70 þúsund heimili fá skuldaleiðréttingar. Skuldaleiðréttingafrumvarp og frumvarp um séreignarsparnað kynnt.

Bjarni kynnti áform um 45% skuldaþak

Fjármála- og efnahagsráðherra kynnti áform um aukinn aga í ríkisfjármálum á ársfundi Seðlabanka Íslands. Stefnt að því að árlegur halli ríkissjóðs fari ekki yfir 2,5 prósent. Horfur á að verðbólga haldist við markmið.

Borgið verðtryggð lán með séreignasparnaði

Lektor og aðjúnkt við Háskóla Íslands segja að stjórnvöld verði að hækka skatta í framtíðinni til að bæta sér upp tap af skattfrjálsum séreignasparnaði. Þeir eru sammála um það borgi sig að greiða niður verðtryggð fasteignalán með sparnaði.

„Ekki það sem lofað var“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir 5 prósenta leiðréttingu á skuldum heimilanna vera langt frá gefnum loforðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×