Aðgerðir ríkisstjórnar gera of lítið og of seint Heimir Már Pétursson skrifar 30. mars 2014 19:15 Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu á hluta skulda heimilanna vera allt of litlar og þær komi einnig of seint. Dómsmál vegna ólögmætrar verðtryggingar gæti fært heimilunum í landinu mun betri niðurstöðu. Formenn stjórnarflokkanna segja að aðgerðirirnar vegna skulda heimilanna eigi að ná til um hundrað þúsund heimila. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir hins vegar að aðgerðirnar muni ekki koma mörgum að gagni. Nær væri fyrir félagsmálaráðherra að skipa Íbúðalánasjóði að láta af fyrirstöðu í málaferlum samtakanna vegna verðtryggingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu aðgerðirnar síðast liðinn miðvikudag. En með þeim ættu verðtryggðar húsnæðisskuldir að geta lækkað um allt að fjórar milljónir auk þess sem fólk getur greitt niður höfuðstól lána eða safnað upp í útborgun á húsnæði með allt að 500 þúsund krónum af séreignarsparnaði á ári næstu þrjú til fimm árin. „Þessar aðgerðir eru bara ekki nóg, því miður, og eru ekki að virka og koma allt of seint. Nokkrum árum og seint ef eitthvað er. Þar fyrir utan er ekki búið að samþykkja þær á Alþingi, ekki búið að samþykkja í nefndum og ekki búnar að fara í gegnum Alþingi. Það er því ekki hægt að tala um þær sem eitthvað sem er að verða. Þetta verður í fyrsta lagi í haust,“ segir Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtakanna heimilanna. Meðalleiðréttingin verði í kringum 1,2 milljónir króna á fjórum árum eða um 270 þúsund krónur á ári. „Og ef verðtryggingin verður ekki tekin af á sama tíma þá er þetta ekki neitt. Því verðtryggingin mun þá bara bæta ofan á lánið aftur hvort sem er og þú ert jafn illa settur eða verr,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar beri að virða að verið sé að reyna að koma til móts við heimilin þótt þessar aðgerðir dugi ekki til. Hagsmunasamtökin séu með dómsmál þar sem þau telji að útfærsla á verðtryggðum lánum hafi verið ólögleg frá árinu 2001 sem enginn viðist þora að taka á. En nú þegar þrír mánuðir séu frá því málið var höfðað hafi dómari sagt sig frá því vegna þess að hann var sjálfur með verðtryggt húsnæðislán. Þá hafi Íbúðalánasjóður krafist frávísunar á málinu fyrir dómi. Jafnvel þótt lántaki með 20 milljóna króna lán frá árinu 2008 sem nú standi í 32 milljónum fengi hámarksniðurfellingu fari lánið aðeins í 28 milljónir en gæti lækkað um 10 milljónir ef dómur falli samtökunum í vil. „Ég vil að Eygló Harðardóttir sem yfirmaður Íbúðalánasjóðs, húsnæðismálaráðherrann okkar, skipi stjórnarformanni, stjórn og forstjóra Íbúðalánasjóðs að hætta þessum lögfræðiklækjaleikjum með því að fara fram á frávísun,“ segir Vilhjálmur Bjarnason. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira
Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu á hluta skulda heimilanna vera allt of litlar og þær komi einnig of seint. Dómsmál vegna ólögmætrar verðtryggingar gæti fært heimilunum í landinu mun betri niðurstöðu. Formenn stjórnarflokkanna segja að aðgerðirirnar vegna skulda heimilanna eigi að ná til um hundrað þúsund heimila. Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna segir hins vegar að aðgerðirnar muni ekki koma mörgum að gagni. Nær væri fyrir félagsmálaráðherra að skipa Íbúðalánasjóði að láta af fyrirstöðu í málaferlum samtakanna vegna verðtryggingarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu aðgerðirnar síðast liðinn miðvikudag. En með þeim ættu verðtryggðar húsnæðisskuldir að geta lækkað um allt að fjórar milljónir auk þess sem fólk getur greitt niður höfuðstól lána eða safnað upp í útborgun á húsnæði með allt að 500 þúsund krónum af séreignarsparnaði á ári næstu þrjú til fimm árin. „Þessar aðgerðir eru bara ekki nóg, því miður, og eru ekki að virka og koma allt of seint. Nokkrum árum og seint ef eitthvað er. Þar fyrir utan er ekki búið að samþykkja þær á Alþingi, ekki búið að samþykkja í nefndum og ekki búnar að fara í gegnum Alþingi. Það er því ekki hægt að tala um þær sem eitthvað sem er að verða. Þetta verður í fyrsta lagi í haust,“ segir Vilhjálmur Bjarnason formaður Hagsmunasamtakanna heimilanna. Meðalleiðréttingin verði í kringum 1,2 milljónir króna á fjórum árum eða um 270 þúsund krónur á ári. „Og ef verðtryggingin verður ekki tekin af á sama tíma þá er þetta ekki neitt. Því verðtryggingin mun þá bara bæta ofan á lánið aftur hvort sem er og þú ert jafn illa settur eða verr,“ segir Vilhjálmur. Hins vegar beri að virða að verið sé að reyna að koma til móts við heimilin þótt þessar aðgerðir dugi ekki til. Hagsmunasamtökin séu með dómsmál þar sem þau telji að útfærsla á verðtryggðum lánum hafi verið ólögleg frá árinu 2001 sem enginn viðist þora að taka á. En nú þegar þrír mánuðir séu frá því málið var höfðað hafi dómari sagt sig frá því vegna þess að hann var sjálfur með verðtryggt húsnæðislán. Þá hafi Íbúðalánasjóður krafist frávísunar á málinu fyrir dómi. Jafnvel þótt lántaki með 20 milljóna króna lán frá árinu 2008 sem nú standi í 32 milljónum fengi hámarksniðurfellingu fari lánið aðeins í 28 milljónir en gæti lækkað um 10 milljónir ef dómur falli samtökunum í vil. „Ég vil að Eygló Harðardóttir sem yfirmaður Íbúðalánasjóðs, húsnæðismálaráðherrann okkar, skipi stjórnarformanni, stjórn og forstjóra Íbúðalánasjóðs að hætta þessum lögfræðiklækjaleikjum með því að fara fram á frávísun,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Fleiri fréttir „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Bein útsending: Logi kynnir aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Sjá meira