Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 26. mars 2014 10:00 Ef áform ríkisstjórnarinnar ganga eftir verður hægt að sækja um skuldaleiðréttingar frá og með 15. maí og til 1. september. Ríkisskattstjóra verður falið að taka á móti umsóknum og hafa umsjón með þeim. Fréttablaðið/Vilhelm Um 70 þúsund heimili í landinu ættu að geta notið góðs af skuldaleiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að auki ættu 30 þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir að geta fært sér í nyt nýtt ákvæði um séreignarsparnað. Það felur í sér að sá sem ekki á fasteign getur notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum. Aðrir sem eiga séreignarsparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín um jafnháa upphæð, allt að eina og hálfa milljón, og án þess að greiða skatt af upphæðinni. Frumvarp til lækkunar á höfuðstól verðtryggðra lána og frumvarp um séreignarsparnað voru kynnt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Þau verða kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag og að því loknu lögð fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, sagði að viðamesta aðgerðin væri lækkun höfuðstóls húsnæðislánanna. Um 20 milljarðar króna eru eyrnamerktir á fjárlögum í það verkefni á þessu ári og áætlað er að upphæðin verði svipuð næstu þrjú ár þar á eftir, alls um 80 milljarðar króna. Samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið verður hámark á niðurfærslu skulda fjórar milljónir króna á heimili. Um 70 milljarðar koma koma inn í kerfið með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar. Alls eru þetta því 150 milljarðar króna. „Það felur í sér nýja hugsun og nýja nálgun að geta eignast sína fyrstu fasteign með því að nota til þess séreignarsparnaðinn,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að það ákvæði að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð sé til að koma til móts við sem flesta. „Auðvitað voru ekki allir með verðtryggð húsnæðislán,“ segir forsætisráðherra og bætir við þetta hafi fleiri kosti. „Það stuðlar að aukinni sparifjáreign og gerir fólki betur kleift að eignast húsnæði,“ segir Sigmundur Davíð. Bjarni segir að ekki sé hægt að segja til um endanlegt umfang aðgerðanna fyrr en allar umsóknir liggi fyrir. Ef allt gengur að óskum verður opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstól 15. maí og verður opið fyrir umsóknir í þrjá og hálfan mánuð eða til 1. september. Það kemur í hlut ríkisskattstjóra að halda utan um umsóknir en embættið mun opna sérstaka vefgátt þar sem fólk getur sótt um með rafrænum hætti. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira
Um 70 þúsund heimili í landinu ættu að geta notið góðs af skuldaleiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að auki ættu 30 þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir að geta fært sér í nyt nýtt ákvæði um séreignarsparnað. Það felur í sér að sá sem ekki á fasteign getur notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum. Aðrir sem eiga séreignarsparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín um jafnháa upphæð, allt að eina og hálfa milljón, og án þess að greiða skatt af upphæðinni. Frumvarp til lækkunar á höfuðstól verðtryggðra lána og frumvarp um séreignarsparnað voru kynnt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Þau verða kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag og að því loknu lögð fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, sagði að viðamesta aðgerðin væri lækkun höfuðstóls húsnæðislánanna. Um 20 milljarðar króna eru eyrnamerktir á fjárlögum í það verkefni á þessu ári og áætlað er að upphæðin verði svipuð næstu þrjú ár þar á eftir, alls um 80 milljarðar króna. Samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið verður hámark á niðurfærslu skulda fjórar milljónir króna á heimili. Um 70 milljarðar koma koma inn í kerfið með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar. Alls eru þetta því 150 milljarðar króna. „Það felur í sér nýja hugsun og nýja nálgun að geta eignast sína fyrstu fasteign með því að nota til þess séreignarsparnaðinn,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að það ákvæði að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð sé til að koma til móts við sem flesta. „Auðvitað voru ekki allir með verðtryggð húsnæðislán,“ segir forsætisráðherra og bætir við þetta hafi fleiri kosti. „Það stuðlar að aukinni sparifjáreign og gerir fólki betur kleift að eignast húsnæði,“ segir Sigmundur Davíð. Bjarni segir að ekki sé hægt að segja til um endanlegt umfang aðgerðanna fyrr en allar umsóknir liggi fyrir. Ef allt gengur að óskum verður opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstól 15. maí og verður opið fyrir umsóknir í þrjá og hálfan mánuð eða til 1. september. Það kemur í hlut ríkisskattstjóra að halda utan um umsóknir en embættið mun opna sérstaka vefgátt þar sem fólk getur sótt um með rafrænum hætti.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Sjá meira