Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 26. mars 2014 10:00 Ef áform ríkisstjórnarinnar ganga eftir verður hægt að sækja um skuldaleiðréttingar frá og með 15. maí og til 1. september. Ríkisskattstjóra verður falið að taka á móti umsóknum og hafa umsjón með þeim. Fréttablaðið/Vilhelm Um 70 þúsund heimili í landinu ættu að geta notið góðs af skuldaleiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að auki ættu 30 þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir að geta fært sér í nyt nýtt ákvæði um séreignarsparnað. Það felur í sér að sá sem ekki á fasteign getur notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum. Aðrir sem eiga séreignarsparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín um jafnháa upphæð, allt að eina og hálfa milljón, og án þess að greiða skatt af upphæðinni. Frumvarp til lækkunar á höfuðstól verðtryggðra lána og frumvarp um séreignarsparnað voru kynnt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Þau verða kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag og að því loknu lögð fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, sagði að viðamesta aðgerðin væri lækkun höfuðstóls húsnæðislánanna. Um 20 milljarðar króna eru eyrnamerktir á fjárlögum í það verkefni á þessu ári og áætlað er að upphæðin verði svipuð næstu þrjú ár þar á eftir, alls um 80 milljarðar króna. Samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið verður hámark á niðurfærslu skulda fjórar milljónir króna á heimili. Um 70 milljarðar koma koma inn í kerfið með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar. Alls eru þetta því 150 milljarðar króna. „Það felur í sér nýja hugsun og nýja nálgun að geta eignast sína fyrstu fasteign með því að nota til þess séreignarsparnaðinn,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að það ákvæði að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð sé til að koma til móts við sem flesta. „Auðvitað voru ekki allir með verðtryggð húsnæðislán,“ segir forsætisráðherra og bætir við þetta hafi fleiri kosti. „Það stuðlar að aukinni sparifjáreign og gerir fólki betur kleift að eignast húsnæði,“ segir Sigmundur Davíð. Bjarni segir að ekki sé hægt að segja til um endanlegt umfang aðgerðanna fyrr en allar umsóknir liggi fyrir. Ef allt gengur að óskum verður opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstól 15. maí og verður opið fyrir umsóknir í þrjá og hálfan mánuð eða til 1. september. Það kemur í hlut ríkisskattstjóra að halda utan um umsóknir en embættið mun opna sérstaka vefgátt þar sem fólk getur sótt um með rafrænum hætti. Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Um 70 þúsund heimili í landinu ættu að geta notið góðs af skuldaleiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að auki ættu 30 þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir að geta fært sér í nyt nýtt ákvæði um séreignarsparnað. Það felur í sér að sá sem ekki á fasteign getur notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum. Aðrir sem eiga séreignarsparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín um jafnháa upphæð, allt að eina og hálfa milljón, og án þess að greiða skatt af upphæðinni. Frumvarp til lækkunar á höfuðstól verðtryggðra lána og frumvarp um séreignarsparnað voru kynnt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Þau verða kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag og að því loknu lögð fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, sagði að viðamesta aðgerðin væri lækkun höfuðstóls húsnæðislánanna. Um 20 milljarðar króna eru eyrnamerktir á fjárlögum í það verkefni á þessu ári og áætlað er að upphæðin verði svipuð næstu þrjú ár þar á eftir, alls um 80 milljarðar króna. Samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið verður hámark á niðurfærslu skulda fjórar milljónir króna á heimili. Um 70 milljarðar koma koma inn í kerfið með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar. Alls eru þetta því 150 milljarðar króna. „Það felur í sér nýja hugsun og nýja nálgun að geta eignast sína fyrstu fasteign með því að nota til þess séreignarsparnaðinn,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að það ákvæði að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð sé til að koma til móts við sem flesta. „Auðvitað voru ekki allir með verðtryggð húsnæðislán,“ segir forsætisráðherra og bætir við þetta hafi fleiri kosti. „Það stuðlar að aukinni sparifjáreign og gerir fólki betur kleift að eignast húsnæði,“ segir Sigmundur Davíð. Bjarni segir að ekki sé hægt að segja til um endanlegt umfang aðgerðanna fyrr en allar umsóknir liggi fyrir. Ef allt gengur að óskum verður opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstól 15. maí og verður opið fyrir umsóknir í þrjá og hálfan mánuð eða til 1. september. Það kemur í hlut ríkisskattstjóra að halda utan um umsóknir en embættið mun opna sérstaka vefgátt þar sem fólk getur sótt um með rafrænum hætti.
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira