Skuldaleiðréttingarfrumvörp kynnt í dag Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 26. mars 2014 10:00 Ef áform ríkisstjórnarinnar ganga eftir verður hægt að sækja um skuldaleiðréttingar frá og með 15. maí og til 1. september. Ríkisskattstjóra verður falið að taka á móti umsóknum og hafa umsjón með þeim. Fréttablaðið/Vilhelm Um 70 þúsund heimili í landinu ættu að geta notið góðs af skuldaleiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að auki ættu 30 þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir að geta fært sér í nyt nýtt ákvæði um séreignarsparnað. Það felur í sér að sá sem ekki á fasteign getur notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum. Aðrir sem eiga séreignarsparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín um jafnháa upphæð, allt að eina og hálfa milljón, og án þess að greiða skatt af upphæðinni. Frumvarp til lækkunar á höfuðstól verðtryggðra lána og frumvarp um séreignarsparnað voru kynnt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Þau verða kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag og að því loknu lögð fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, sagði að viðamesta aðgerðin væri lækkun höfuðstóls húsnæðislánanna. Um 20 milljarðar króna eru eyrnamerktir á fjárlögum í það verkefni á þessu ári og áætlað er að upphæðin verði svipuð næstu þrjú ár þar á eftir, alls um 80 milljarðar króna. Samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið verður hámark á niðurfærslu skulda fjórar milljónir króna á heimili. Um 70 milljarðar koma koma inn í kerfið með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar. Alls eru þetta því 150 milljarðar króna. „Það felur í sér nýja hugsun og nýja nálgun að geta eignast sína fyrstu fasteign með því að nota til þess séreignarsparnaðinn,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að það ákvæði að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð sé til að koma til móts við sem flesta. „Auðvitað voru ekki allir með verðtryggð húsnæðislán,“ segir forsætisráðherra og bætir við þetta hafi fleiri kosti. „Það stuðlar að aukinni sparifjáreign og gerir fólki betur kleift að eignast húsnæði,“ segir Sigmundur Davíð. Bjarni segir að ekki sé hægt að segja til um endanlegt umfang aðgerðanna fyrr en allar umsóknir liggi fyrir. Ef allt gengur að óskum verður opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstól 15. maí og verður opið fyrir umsóknir í þrjá og hálfan mánuð eða til 1. september. Það kemur í hlut ríkisskattstjóra að halda utan um umsóknir en embættið mun opna sérstaka vefgátt þar sem fólk getur sótt um með rafrænum hætti. Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Um 70 þúsund heimili í landinu ættu að geta notið góðs af skuldaleiðréttingaraðgerðum ríkisstjórnarinnar. Að auki ættu 30 þúsund heimili sem ekki eru með húsnæðisskuldir að geta fært sér í nyt nýtt ákvæði um séreignarsparnað. Það felur í sér að sá sem ekki á fasteign getur notað allt að eina og hálfa milljón króna af séreignarsparnaði sínum skattfrjálst til kaupa á fasteign á næstu fimm árum. Aðrir sem eiga séreignarsparnað geta notað hann til að greiða niður húsnæðislán sín um jafnháa upphæð, allt að eina og hálfa milljón, og án þess að greiða skatt af upphæðinni. Frumvarp til lækkunar á höfuðstól verðtryggðra lána og frumvarp um séreignarsparnað voru kynnt og samþykkt í ríkisstjórn í gær. Þau verða kynnt í þingflokkum ríkisstjórnarflokkanna í dag og að því loknu lögð fyrir Alþingi. Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, sagði að viðamesta aðgerðin væri lækkun höfuðstóls húsnæðislánanna. Um 20 milljarðar króna eru eyrnamerktir á fjárlögum í það verkefni á þessu ári og áætlað er að upphæðin verði svipuð næstu þrjú ár þar á eftir, alls um 80 milljarðar króna. Samkvæmt þeim tillögum sem kynntar hafa verið verður hámark á niðurfærslu skulda fjórar milljónir króna á heimili. Um 70 milljarðar koma koma inn í kerfið með nýtingu séreignarlífeyrissparnaðar. Alls eru þetta því 150 milljarðar króna. „Það felur í sér nýja hugsun og nýja nálgun að geta eignast sína fyrstu fasteign með því að nota til þess séreignarsparnaðinn,“ segir Bjarni Benediktsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að það ákvæði að fólk geti nýtt séreignarsparnað til kaupa á fyrstu íbúð sé til að koma til móts við sem flesta. „Auðvitað voru ekki allir með verðtryggð húsnæðislán,“ segir forsætisráðherra og bætir við þetta hafi fleiri kosti. „Það stuðlar að aukinni sparifjáreign og gerir fólki betur kleift að eignast húsnæði,“ segir Sigmundur Davíð. Bjarni segir að ekki sé hægt að segja til um endanlegt umfang aðgerðanna fyrr en allar umsóknir liggi fyrir. Ef allt gengur að óskum verður opnað fyrir umsóknir um leiðréttingu á höfuðstól 15. maí og verður opið fyrir umsóknir í þrjá og hálfan mánuð eða til 1. september. Það kemur í hlut ríkisskattstjóra að halda utan um umsóknir en embættið mun opna sérstaka vefgátt þar sem fólk getur sótt um með rafrænum hætti.
Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Innlent Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira