Fjölskylda í Noregi fær ekki skuldaleiðréttingu þrátt fyrir að hafa tekið verðtryggt íbúðalán Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. mars 2014 16:33 Grétar Þór Ævarsson mynd/aðsend „Það er enginn fjárhagslegur hvati til að koma til Íslands,“ segir Grétar Þór Ævarsson, sem búsettur er í Noregi. Hann hefur búið í Noregi með fjölskyldu sinni í eitt ár og gera þau ráð fyrir að vera ytra í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Þau voru með verðtryggt húsnæðislán árið 2008 og seldu húsnæði sitt árið 2012. Húsnæðislánið greiddu þau meðal annars upp með séreignarsparnaði sínum.Í skýrslu forsætisráðuneytisins segir að verðtryggð húsnæðislán verði færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Þrátt fyrir að þau tilheyri þessum hópi fólks sem var með verðtryggð lán á þessu tímabili þá nær skuldaleiðréttingin ekki til þeirra því þau eru búsett erlendis. „Skuldaleiðréttingin nær einungis til þeirra sem eru á íslenskum atvinnumarkaði eða eiga húsnæði á Íslandi,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána. Eiginkona Grétars er í sérnámi í læknisfræði sem ekki er kennt hérlendis og er því möguleikinn á að koma til Íslands ekki í boði. Hann segir fjölmarga Íslendinga vera í sömu stöðu. Heildarumfang skuldaleiðréttingarinnar er metið á um 150 milljarða króna sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil. „Möguleg lausn væri að bjóða upp á undanþágu á fjögurra ára reglunni, einmitt fyrir þennan hóp sem ætlar sér að flytja aftur heim. Bara ekki á næstu fjórum árum,“ segir Grétar. Einnig kemur fram í skýrslu forsætisráðuneytisins að aðgerðirnar muni aflétta efnahagslegri óvissu er varða skuldamál heimilanna og að samhliða lækkun skulda muni aðgerðin auka ráðstöfunartekjur heimila og hvetja til sparnaðar með skattleysi séreignarlífeyrissparnaðir. Með því muni myndast aukinn hvati til fjárfestingar þegar heimilin hafi meira svigrúm til fjárfestinga. „Þetta hefði getað verið útspil til að sporna við þessum ótta að fólk sé að fara frá landinu og á sama tíma tækifæri til þess að laða Íslendinga aftur til síns heima.“ Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
„Það er enginn fjárhagslegur hvati til að koma til Íslands,“ segir Grétar Þór Ævarsson, sem búsettur er í Noregi. Hann hefur búið í Noregi með fjölskyldu sinni í eitt ár og gera þau ráð fyrir að vera ytra í að minnsta kosti fjögur ár í viðbót. Þau voru með verðtryggt húsnæðislán árið 2008 og seldu húsnæði sitt árið 2012. Húsnæðislánið greiddu þau meðal annars upp með séreignarsparnaði sínum.Í skýrslu forsætisráðuneytisins segir að verðtryggð húsnæðislán verði færð niður um fjárhæð sem samsvarar verðbótum umfram 4,8% sem féllu til á tímabilinu desember 2007 til ágúst 2010. Þrátt fyrir að þau tilheyri þessum hópi fólks sem var með verðtryggð lán á þessu tímabili þá nær skuldaleiðréttingin ekki til þeirra því þau eru búsett erlendis. „Skuldaleiðréttingin nær einungis til þeirra sem eru á íslenskum atvinnumarkaði eða eiga húsnæði á Íslandi,“ segir Tryggvi Þór Herbertsson, verkefnisstjóri um framkvæmd höfuðstólslækkunar íbúðalána. Eiginkona Grétars er í sérnámi í læknisfræði sem ekki er kennt hérlendis og er því möguleikinn á að koma til Íslands ekki í boði. Hann segir fjölmarga Íslendinga vera í sömu stöðu. Heildarumfang skuldaleiðréttingarinnar er metið á um 150 milljarða króna sem dreifist yfir fjögurra ára tímabil. „Möguleg lausn væri að bjóða upp á undanþágu á fjögurra ára reglunni, einmitt fyrir þennan hóp sem ætlar sér að flytja aftur heim. Bara ekki á næstu fjórum árum,“ segir Grétar. Einnig kemur fram í skýrslu forsætisráðuneytisins að aðgerðirnar muni aflétta efnahagslegri óvissu er varða skuldamál heimilanna og að samhliða lækkun skulda muni aðgerðin auka ráðstöfunartekjur heimila og hvetja til sparnaðar með skattleysi séreignarlífeyrissparnaðir. Með því muni myndast aukinn hvati til fjárfestingar þegar heimilin hafi meira svigrúm til fjárfestinga. „Þetta hefði getað verið útspil til að sporna við þessum ótta að fólk sé að fara frá landinu og á sama tíma tækifæri til þess að laða Íslendinga aftur til síns heima.“
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira