Bjarni kynnti áform um 45% skuldaþak Haraldur Guðmundsson skrifar 28. mars 2014 07:00 Ársfundur Seðlabanka Íslands var haldinn í húsakynnum bankans í gær. Vísir/Valli Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í gær nýtt frumvarp um opinber fjármál sem á að stuðla að auknum aga við stjórn ríkisfjármála. Með frumvarpinu er meðal annars stefnt að innleiðingu 45 prósenta skuldaþaks og því að árlegur halli ríkissjóðs fari ekki yfir 2,5 prósent. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Þar sagði hann lækkun skulda hins opinbera eitt helsta grunnstefið í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „Lítið hagkerfi eins og okkar, sem er viðkvæmt fyrir utanaðkomandi sveiflum, þarf að setja sér metnaðarfull markmið um litla skuldsetningu og leggja áherslu á langtímasýn í opinberum fjármálum,“ sagði Bjarni. Ráðherra benti einnig á að fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð, formlegan vettvang stjórnvalda sem á að hafa yfirsýn yfir stöðu og þróun fjármálamarkaðar. Í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um stofnun kerfisáhættunefndar sem á að undirbúa umfjöllun ráðsins. Bjarni lagði áherslu á að með þessum breytingum væri ekki verið að hrófla við sjálfstæði Seðlabankans eða Fjármálaeftirlitsins. „Af fenginni reynslu hérlendis sem erlendis má ætla að áföll á fjármálamarkaði kalli á beina eða óbeina aðkomu ríkissjóðs. Er því nauðsynlegt að viðbrögð við slíkum áföllum verði undir forustu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins,“ sagði Bjarni. „Verði þessi tvö frumvörp að lögum munu þau styrkja umgjörð efnahagsstjórnarinnar til frambúðar.“ Þá upplýsti Bjarni að til skoðunar væri í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekki annað að gera en fara með bú bankanna í hefðbundið gjaldþrot.Már sagði verðbólgu geta aukist á nýMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi bankans í gær að haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt séu horfur á að verðbólga haldist við markmið þessa árs. „Leggjast þar á eitt hagstæð verðbólguþróun það sem af er þessu ári, vísbendingar um að hækkun launakostnaðar hafi verið minni á síðustu misserum en áður var talið, að kjarasamningar sem náðust um áramótin og samrýmdust verðbólgumarkmiði virðast ætla að verða ráðandi varðandi flesta aðra kjarasamninga og að horfur eru á að alþjóðleg verðbólga verði á næstunni nokkru minni en áður var spáð,“ sagði Már. Hann sagði að þegar litið væri til lengri tíma en árs gæti verðbólgan hins vegar aukist á ný þegar slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinna fjárfestinga og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fari að gæta. Tengdar fréttir Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Ómögulegt að meta niðurstöðuna á bankana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt að meta niðurstöðuna á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Sjá meira
Ríkisstjórnin afgreiddi á fundi sínum í gær nýtt frumvarp um opinber fjármál sem á að stuðla að auknum aga við stjórn ríkisfjármála. Með frumvarpinu er meðal annars stefnt að innleiðingu 45 prósenta skuldaþaks og því að árlegur halli ríkissjóðs fari ekki yfir 2,5 prósent. Þetta kom fram í ræðu Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, á ársfundi Seðlabanka Íslands í gær. Þar sagði hann lækkun skulda hins opinbera eitt helsta grunnstefið í efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar. „Lítið hagkerfi eins og okkar, sem er viðkvæmt fyrir utanaðkomandi sveiflum, þarf að setja sér metnaðarfull markmið um litla skuldsetningu og leggja áherslu á langtímasýn í opinberum fjármálum,“ sagði Bjarni. Ráðherra benti einnig á að fyrir Alþingi liggur frumvarp til laga um fjármálastöðugleikaráð, formlegan vettvang stjórnvalda sem á að hafa yfirsýn yfir stöðu og þróun fjármálamarkaðar. Í frumvarpinu er einnig gerð tillaga um stofnun kerfisáhættunefndar sem á að undirbúa umfjöllun ráðsins. Bjarni lagði áherslu á að með þessum breytingum væri ekki verið að hrófla við sjálfstæði Seðlabankans eða Fjármálaeftirlitsins. „Af fenginni reynslu hérlendis sem erlendis má ætla að áföll á fjármálamarkaði kalli á beina eða óbeina aðkomu ríkissjóðs. Er því nauðsynlegt að viðbrögð við slíkum áföllum verði undir forustu þess ráðherra sem fer með fjárreiður ríkisins,“ sagði Bjarni. „Verði þessi tvö frumvörp að lögum munu þau styrkja umgjörð efnahagsstjórnarinnar til frambúðar.“ Þá upplýsti Bjarni að til skoðunar væri í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekki annað að gera en fara með bú bankanna í hefðbundið gjaldþrot.Már sagði verðbólgu geta aukist á nýMár Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi bankans í gær að haldist gengi krónunnar tiltölulega stöðugt séu horfur á að verðbólga haldist við markmið þessa árs. „Leggjast þar á eitt hagstæð verðbólguþróun það sem af er þessu ári, vísbendingar um að hækkun launakostnaðar hafi verið minni á síðustu misserum en áður var talið, að kjarasamningar sem náðust um áramótin og samrýmdust verðbólgumarkmiði virðast ætla að verða ráðandi varðandi flesta aðra kjarasamninga og að horfur eru á að alþjóðleg verðbólga verði á næstunni nokkru minni en áður var spáð,“ sagði Már. Hann sagði að þegar litið væri til lengri tíma en árs gæti verðbólgan hins vegar aukist á ný þegar slakinn hyrfi úr þjóðarbúskapnum og áhrifa aukinna fjárfestinga og skuldalækkunaraðgerða ríkisstjórnarinnar fari að gæta.
Tengdar fréttir Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06 Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Ómögulegt að meta niðurstöðuna á bankana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt að meta niðurstöðuna á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Sjá meira
Löggjöf um tímafresti á slitameðferð banka í undirbúningi Fjármála- og efnahagsráðherra segir til skoðunar í fjármálaráðuneytinu að vinna frumvarp til að setja ákveðna tímafresti á slitameðferð föllnu bankanna. Nái kröfuhafarnir ekki að ljúka nauðasamningum sé ekkert annað að gera en fara með bú þessara banka í hefðbundið gjaldþrot. 27. mars 2014 19:06