Skuldaleiðréttingar kosta ríkisskattstjóra nærri 300 milljónir Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. mars 2014 15:17 Vísir/Stefán Áætlað er að kostnaður ríkisskattstjóra vegna umsjónar með lækkun skulda verðtryggðra fasteignalána verði 285 milljónir króna. Umsóknartímabil vegna leiðréttingar á verðtryggðum fasteignalánum hefst 15. maí 2014 og því lýkur 1. september 2014, samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um skuldaleiðréttinguna sem lagt var fram á miðvikudag. Samkvæmt 4. gr. frumvarpsins skal beina umsóknum til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður og skal málsmeðferðin vera rafræn. Kostnaður ríkisskattstjóra vegna framkvæmdar leiðréttingarinnar er áætlaður 285 milljónir króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Helstu kostnaðarþættir vegna leiðréttingarinnar eru laun og aðkeypt sérfræðiþjónusta. Embætti ríkisskattstjóra reiknar með 15-17 stöðugildum og fljótlega í næsta mánuði verður auglýst eftir starfsfólki. Þegar mest verður er gert ráð fyrir útgjöldum fyrir þann þátt sem snýr að niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum frá maí til október 2015. Er sá kostnaður áætlaður 235 milljónir króna hjá ríkisskattstjóra. Þar af eru 135 milljónir árið 2014 og 100 milljónir á árinu 2015. Fyrir 15. maí, þegar umsóknartímabil hefst, þarf vefsíðan og allur hugbúnaður að vera upp settur. Þá er gert ráð fyrir því að úrvinnsla umsókna muni taka sinn tíma en ríkisskattstjóri á að birta niðurstöðu um útreikning leiðréttingar með rafrænum hætti fyrir umsækjanda þegar hún liggur fyrir. Samkvæmt frumvarpi um skuldaleiðréttinguna er ríkisskattstjóra heimilt að afla nauðsynlegra upplýsinga við afgreiðslu umsóknar, svo sem frá umboðsmanni skuldara, lánastofnunum, öðrum lánveitendum, sýslumönnum og Þjóðskrá Íslands, óháð þagnarskyldu þessara aðila. Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Ómögulegt að meta niðurstöðuna á bankana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt að meta niðurstöðuna á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Sjá meira
Áætlað er að kostnaður ríkisskattstjóra vegna umsjónar með lækkun skulda verðtryggðra fasteignalána verði 285 milljónir króna. Umsóknartímabil vegna leiðréttingar á verðtryggðum fasteignalánum hefst 15. maí 2014 og því lýkur 1. september 2014, samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um skuldaleiðréttinguna sem lagt var fram á miðvikudag. Samkvæmt 4. gr. frumvarpsins skal beina umsóknum til ríkisskattstjóra á því formi sem hann ákveður og skal málsmeðferðin vera rafræn. Kostnaður ríkisskattstjóra vegna framkvæmdar leiðréttingarinnar er áætlaður 285 milljónir króna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Helstu kostnaðarþættir vegna leiðréttingarinnar eru laun og aðkeypt sérfræðiþjónusta. Embætti ríkisskattstjóra reiknar með 15-17 stöðugildum og fljótlega í næsta mánuði verður auglýst eftir starfsfólki. Þegar mest verður er gert ráð fyrir útgjöldum fyrir þann þátt sem snýr að niðurfærslu á verðtryggðum húsnæðislánum frá maí til október 2015. Er sá kostnaður áætlaður 235 milljónir króna hjá ríkisskattstjóra. Þar af eru 135 milljónir árið 2014 og 100 milljónir á árinu 2015. Fyrir 15. maí, þegar umsóknartímabil hefst, þarf vefsíðan og allur hugbúnaður að vera upp settur. Þá er gert ráð fyrir því að úrvinnsla umsókna muni taka sinn tíma en ríkisskattstjóri á að birta niðurstöðu um útreikning leiðréttingar með rafrænum hætti fyrir umsækjanda þegar hún liggur fyrir. Samkvæmt frumvarpi um skuldaleiðréttinguna er ríkisskattstjóra heimilt að afla nauðsynlegra upplýsinga við afgreiðslu umsóknar, svo sem frá umboðsmanni skuldara, lánastofnunum, öðrum lánveitendum, sýslumönnum og Þjóðskrá Íslands, óháð þagnarskyldu þessara aðila.
Mest lesið Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Viðskipti innlent Skilmálarnir umdeildu ógiltir Viðskipti innlent Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Viðskipti innlent Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Viðskipti innlent Heiður að vera kominn aftur á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Viðskipti innlent „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Neytendur Ómögulegt að meta niðurstöðuna á bankana Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ómögulegt að meta niðurstöðuna á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Sjá meira