Hið opinbera sagt vinna gegn peningastefnunni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 28. mars 2014 08:00 ASÍ segir hagvöxt drifinn áfram af einkaneyslu í stað verðmætasköpunar. Vísir/Vilhelm Það birtir til í hagkerfinu samkvæmt nýrri hagspá hagdeildar ASÍ. Deildin spáir ágætum vexti landsframleiðslu og gerir ráð að hagvöxturinn verði 3,2 til 3,5 prósent fram til ársins 2016. „Við erum að sjá að hagur heimilanna er að vænkast, kaupmáttur er að aukast og skuldalækkunaráform ríkisstjórnarinnar koma til með að bæta stöðu heimilanna með því að ráðstöfunartekjur þeirra munu aukast. Við erum líka að sjá bata á vinnumarkaði, það er að störfum fjölgar og það dregur úr atvinnuleysi,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildarinnar í samtali við Fréttablaðið. ASÍ segir að þó það birti til séu blikur á lofti. Fjárfestingar séu enn nálægt sögulegu lágmarki en ASÍ áætlar að fjárfesting verði aðeins 17,8 prósent af landsframleiðslu árið 2016. „Áhyggjuefnið er að verðbólga er að aukast, hún verður hófleg á þessu ári en er að fara upp undir 4 prósent á næsta ári. Það sem er að gerast í hagkerfinu er að við erum að fá hagvöxt sem er drifin áfram af einkaneyslu. Of lítill hluti hagvaxtarins er drifinn áfram af fjárfestingu eða framtíðarverðmætasköpun,“ segir Ólafur Darri. ASÍ segir áform skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar muni einnig hafa áhrif, þau muni auka ráðstöfunartekjur og hreina eign heimilanna og hafi áhrif á vætingar þeirra. Þannig muni aðgerðin leiða til aukinnar neyslu. ASÍ segir að þrátt fyrir að umfang aðgerðarinnar sé ekki meira en aðgerða á síðasta kjörtímabili megi búast við að áhrifin verði meiri á einkaneysluna. Aðgerðinni sé ætlað að ná til fjölda heimila sem hvorki séu í skulda- né greiðsluvanda og því megi búast við að þau heimili nýti sér það svigrúm sem aðgerðin skapi þeim til að auka neyslu sína. ASÍ gerir ráð fyrir að búast megi við því á næstunni að vöxtur innflutnings verði hraðari en vöxtur útflutnings sem dragi úr nauðsynlegum afgangi af viðskiptum við útlönd. ASÍ segir ennfremur augljós veikleikamerki í kerfinu. Stjórnvöld hafi þannig lagt áherslu á að útiloka aðra kosti í gjaldmiðlamálum en íslenska krónu, óvissa ríki um framtíðarstefnu í peningamálum, krónan sé í höftum og alls óvíst hvort eða hvenær þeim verði aflétt. Minni afgangur af viðskiptum við útlönd og óvissa setji þrýsting á gengi krónunnar til lækkunar sem skili sér fljótt út í verðlag. Þetta endurspeglast í spá hagdeildar sem gerir ráð fyrir tæplega 4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Fjármál hins opinbera vinni þannig gegn peningastefnunni sem kalli á hærri vexti og þessir veikleikar dragi úr vexti fjárfestinga. „Við höfum áhyggjur af því að við séum á þeim stað í hagsveiflunni þar sem við ættum að sjá hag okkar batna. Það skiptir því miklu máli að menn stígi varlega til jarðar og sýni skynsemi við stjórn efnahagsmála og það reynir á það við þessar aðstæður,“ segir Ólafur Darri að lokum. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Það birtir til í hagkerfinu samkvæmt nýrri hagspá hagdeildar ASÍ. Deildin spáir ágætum vexti landsframleiðslu og gerir ráð að hagvöxturinn verði 3,2 til 3,5 prósent fram til ársins 2016. „Við erum að sjá að hagur heimilanna er að vænkast, kaupmáttur er að aukast og skuldalækkunaráform ríkisstjórnarinnar koma til með að bæta stöðu heimilanna með því að ráðstöfunartekjur þeirra munu aukast. Við erum líka að sjá bata á vinnumarkaði, það er að störfum fjölgar og það dregur úr atvinnuleysi,“ segir Ólafur Darri Andrason, deildarstjóri hagdeildarinnar í samtali við Fréttablaðið. ASÍ segir að þó það birti til séu blikur á lofti. Fjárfestingar séu enn nálægt sögulegu lágmarki en ASÍ áætlar að fjárfesting verði aðeins 17,8 prósent af landsframleiðslu árið 2016. „Áhyggjuefnið er að verðbólga er að aukast, hún verður hófleg á þessu ári en er að fara upp undir 4 prósent á næsta ári. Það sem er að gerast í hagkerfinu er að við erum að fá hagvöxt sem er drifin áfram af einkaneyslu. Of lítill hluti hagvaxtarins er drifinn áfram af fjárfestingu eða framtíðarverðmætasköpun,“ segir Ólafur Darri. ASÍ segir áform skuldaleiðréttingar ríkisstjórnarinnar muni einnig hafa áhrif, þau muni auka ráðstöfunartekjur og hreina eign heimilanna og hafi áhrif á vætingar þeirra. Þannig muni aðgerðin leiða til aukinnar neyslu. ASÍ segir að þrátt fyrir að umfang aðgerðarinnar sé ekki meira en aðgerða á síðasta kjörtímabili megi búast við að áhrifin verði meiri á einkaneysluna. Aðgerðinni sé ætlað að ná til fjölda heimila sem hvorki séu í skulda- né greiðsluvanda og því megi búast við að þau heimili nýti sér það svigrúm sem aðgerðin skapi þeim til að auka neyslu sína. ASÍ gerir ráð fyrir að búast megi við því á næstunni að vöxtur innflutnings verði hraðari en vöxtur útflutnings sem dragi úr nauðsynlegum afgangi af viðskiptum við útlönd. ASÍ segir ennfremur augljós veikleikamerki í kerfinu. Stjórnvöld hafi þannig lagt áherslu á að útiloka aðra kosti í gjaldmiðlamálum en íslenska krónu, óvissa ríki um framtíðarstefnu í peningamálum, krónan sé í höftum og alls óvíst hvort eða hvenær þeim verði aflétt. Minni afgangur af viðskiptum við útlönd og óvissa setji þrýsting á gengi krónunnar til lækkunar sem skili sér fljótt út í verðlag. Þetta endurspeglast í spá hagdeildar sem gerir ráð fyrir tæplega 4 prósenta verðbólgu á næsta ári. Fjármál hins opinbera vinni þannig gegn peningastefnunni sem kalli á hærri vexti og þessir veikleikar dragi úr vexti fjárfestinga. „Við höfum áhyggjur af því að við séum á þeim stað í hagsveiflunni þar sem við ættum að sjá hag okkar batna. Það skiptir því miklu máli að menn stígi varlega til jarðar og sýni skynsemi við stjórn efnahagsmála og það reynir á það við þessar aðstæður,“ segir Ólafur Darri að lokum.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira