Erlent

Hinn heilagi kaleikur fundinn?

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Fólk streymir nú að kirkju á Spáni eftir að sagnfræðingar héldu því fram að þar væri hinn heilaga kaleik að finna og hann væri til sýnis í kirkjunni. Um 200 bikarar í Evrópu eru sagðir vera málið sem Kristur drakk úr í síðustu kvöldmáltíðinni.

Aðstandendur Basilíku heilags Isidoro  í borginni León á Spáni þurftu að taka bikarinn úr sýningu vegna þess fjölda fólks sem reyndi að sjá hann. Raquel Jaén, safnstjóri Basilíkunnar, sagðist vera að leita að nægilega stóru sýningarrými fyrir gripinn.

Sagt er frá þessu á vef Guardian.

Bikarinn er úr gulli og er skreyttur gimsteinum og var búinn til með því að tveir bikarar voru festir saman. Þar til núna hefur hann verið þekktur fyrir að hafa verið í eigu dóttur Fernando fyrsta, konungs León frá 1037 til 1065.

Sagnfræðingarnir tveir, Margarita Torres og José Manuel Ortega del Rio, sögðu bikarinn vera hinn heilaga kaleik í bókinni, Kings of the Grail, sem kom út í síðustu viku.

Þau sögðu að skjöl sem fundust í Egyptalandi árið 2011 hafi komið þeim á sporið og þau hafi staðið í rannsóknum á bikarnum í þrjú ár.

Niðurstaða þeirra var sú að efri hluti bikars prinsessunnar sé bikar Krists og honum sé líst í egypsku skjölunum. Fernando konungur hafi fengið hann að friðargjöf frá emír konungsríkis í suður Spáni, en þá réðu múslímar yfir suðurhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×