Erlent

Byssukúla fjarlægð úr höfði 18 mánaða gamals barns

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Byssukúla hefur verið fjarlægð af skurðlæknum í Kenía úr höfuðkúpu hins 18 mánaða gamla Satrin Osinya. Hann varð fyrir skoti í árás á Kirkju í austurhluta Kenía, en sex manns létust í árásinni og þar á meðal móðir barnsins.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Kúlan var fjarlægð í þriggja tíma langri skurðaðgerð og mun aðgerðin hafa heppnast vel að sögn Mwangi Gichuru, yfir taugaskurðlækni.

Læknar halda að kúlan hafi farið í gegnum móður hans þegar hún skýldi honum og svo í höfuð barnsins. Í árásinni réðust að minnsta tveir menn inn í kirkjuna og hófu skothríð, en þeim tókst að flýja á hlaupum áður en lögreglan mætti á vettvang.

Engir hafa líst yfir ábyrgð á ódæðinu, sem átti sér stað þann 23. mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×