Erlent

12 ára stúlka varð undir vegg í skóla sínum og lést

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/getty

12 ára gömul stúlka lést þegar hún varð undir vegg í byggingu skólans Liberton High í Edinborg í dag. BBC greinir frá.

Slysið átti sér stað í búningsklefa skólans laust fyrir klukkan tíu að staðartíma.

Sjúkraflutningamenn voru kallaðir á vettvang en var stúlkan úrskurðuð látin á staðnum.

Skólinn var byggður árið 1959 og eru alls 650 nemendur við skólann. Íþróttaaðstaðan var tekin í gegn á níunda áratug síðustu aldar.

Nemandi skólans er sagður hafa varað við óstöðugleika veggsins en kennari skólans brást við því með að segja að engin hætta væri á ferð.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.