Erlent

Dæmdir saklausir af samkynhneigð í Nígeríu

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Dómstóll í norðurhluta Nígeríu, sem starfar eftir Íslömskum lögum, dæmdi tvo menn saklausa af samkynhneigð. Dómarinn sagði ekki næg sönnunargögn vera til staðar til að sakfella mennina. Þeir voru ákærðir fyrir samkynhneigð og að tilheyra klúbbi samkynhneigðra.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

Um er að ræða fyrstu sýknu síðan réttarhöld hófust yfir hópi manna sem voru handteknir á síðasta ári fyrir samkynhneigð. Samkvæmt Íslömskum lögum eru hjónabönd einstaklinga af sama kyni bönnuð, sem og samtök og hópar samkynhneigðra og atlot samkynhneigðra á almannafæri.

Klerkurinn sem dæmdi yfir málinu sagði þá hafa verið sýknaða vegna þess að enginn hafi séð þá stunda kynmök. Hann sagði mögulegt að dæma mennina til dauða, en til þess þyrftu fjögur vitni að hafa séð þá stunda kynmök.

Mennirnir voru handteknir á heimili annars þeirra eftir að ráðist var inn og annar þeirra var í stuttbuxum en hinn full klæddur.

Fimm manns hafa verið fundnir sekir um samkynhneigð og voru dæmdir til að þola 20 svipuhögg hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×