„Ég fann það að dauðinn var bara þarna“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. apríl 2014 22:00 Hönd Róberts mölbrotnaði í slysinu. mynd/skjáskot af vef rúv „Ég fann það að dauðinn var bara þarna,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall um alvarlegt vélsleðaslys sem hann varð fyrir þann 22. mars við Skjaldbreið. Hann ræddi um reynslu sína í Kastljósi kvöldsins. „Ég bara bað til Guðs, „ekki núna, plís“, ég var á þeim stað bara,“ segir Róbert, en hann ók sleðanum fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu. „Sleðinn byrjar bara að hrapa og hendurnar upp í loft og það er það síðasta sem ég man,“ segir Róbert en hann fór í vélsleðaferðina með félaga sínum, Ingólfi Eldjárn, og eru þeir báðir vanir fjallamenn. Það fyrsta sem Róbert man eftir þegar hann rankaði við sér voru þrætur milli hans og Ingólfs um hvort Ingólfur ætti að taka hjálminn af honum. Róbert segist hafa verið að kafna undan hjálminum. Róbert hlaut alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði. Ingólfur þurfti að yfirgefa Róbert til að ná sambandi við neyðarlínuna með neyðarsendi sem hann hafði meðferðis. Hann segir það hafa verið óþægilegt að þurfa að skilja við Róbert og hafði hann áhyggjur af því að hann myndi ekki finna hann aftur. Róbert segist finna að hann sé að jafna sig mjög fljótt. „Ég veit það er klisjukennt að tala um heilbrigðiskerfið þegar maður hefur lent í því en þetta er alveg rosalegur fjársjóður sem við eigum hérna í þessum Landspítala. Starfsfólkið hérna er ótrúlegt. Það er svo mótiverað í því að hugsa um leiðir til að láta fólki líða enn betur og koma því á fætur. Það er bara fallegt að verða vitni að þessu.“ Viðtalið við Róbert má sjá í heild sinni á vef RÚV. Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
„Ég fann það að dauðinn var bara þarna,“ segir þingmaðurinn Róbert Marshall um alvarlegt vélsleðaslys sem hann varð fyrir þann 22. mars við Skjaldbreið. Hann ræddi um reynslu sína í Kastljósi kvöldsins. „Ég bara bað til Guðs, „ekki núna, plís“, ég var á þeim stað bara,“ segir Róbert, en hann ók sleðanum fram af brún jarðsigs og hrapaði tæpa átta metra. Hann var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi og liggur þar enn, en meiðsli hans eru mun minni en talið var í fyrstu. „Sleðinn byrjar bara að hrapa og hendurnar upp í loft og það er það síðasta sem ég man,“ segir Róbert en hann fór í vélsleðaferðina með félaga sínum, Ingólfi Eldjárn, og eru þeir báðir vanir fjallamenn. Það fyrsta sem Róbert man eftir þegar hann rankaði við sér voru þrætur milli hans og Ingólfs um hvort Ingólfur ætti að taka hjálminn af honum. Róbert segist hafa verið að kafna undan hjálminum. Róbert hlaut alvarlega áverka. Flest rifbeinin hægra megin brotnuðu og talsvert blæddi úr öðru nýranu og lifrinni. Þá fylltist kviðarholið af vökva og vinstri höndin mölbrotnaði. Ingólfur þurfti að yfirgefa Róbert til að ná sambandi við neyðarlínuna með neyðarsendi sem hann hafði meðferðis. Hann segir það hafa verið óþægilegt að þurfa að skilja við Róbert og hafði hann áhyggjur af því að hann myndi ekki finna hann aftur. Róbert segist finna að hann sé að jafna sig mjög fljótt. „Ég veit það er klisjukennt að tala um heilbrigðiskerfið þegar maður hefur lent í því en þetta er alveg rosalegur fjársjóður sem við eigum hérna í þessum Landspítala. Starfsfólkið hérna er ótrúlegt. Það er svo mótiverað í því að hugsa um leiðir til að láta fólki líða enn betur og koma því á fætur. Það er bara fallegt að verða vitni að þessu.“ Viðtalið við Róbert má sjá í heild sinni á vef RÚV.
Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent