Erlent

Tveggja metra flóðbylgja gekk á land í Síle

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Slökkvilið í Síle berst við elda sem kviknuðu í kjölfar skjálftans.
Slökkvilið í Síle berst við elda sem kviknuðu í kjölfar skjálftans.
Jarðskjálfti af stærðinni 8,2 varð í norðurhluta Síle í nótt. Í kjölfarið var gefin út viðvörun vegna flóðbylgja sem sagðar voru allt að tveggja metra háar.

Skjálftinn átti upptök sín um 86 kílómetra norðvestur af borginni Iquique, á um tíu kílómetra dýpi.

Yfirvöld í landinu hafa fyrirskipað að byggð svæði við strandlengjuna skuli rýmd og þurftu tugþúsundir að yfirgefa heimili sín.

Uppfært klukkan 2:08

Varað er við flóðbylgjum í Síle, Ekvador, Perú, Kólumbíu og Panama. Þá er einnig fylgst með flóðbylgjum í Kosta Ríka, Níkaragva, Gvatemala, Mexíkó, El Salvador og Hondúras.

Uppfært klukkan 8:00

Nú er komið í ljós að fimm hafa látist í skjálftanum hið minnsta og tjónið er mikið, rafmagnslaust er á stórum svæðum og neyðarástandi hefur verið lýst yfir.

Fólk í strandborginni Antofagasta leitar skjóls.vísir/afp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×