Erlent

Andrej Kiska næsti forseti Slóvakíu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Andrej Kiska fagnar sigrinum.
Andrej Kiska fagnar sigrinum. vísir/afp
Andrej Kiska vann afburðasigur í forsetakosningunum í Slóvakíu. Kiska fékk um 60% atkvæða en andstæðingur hans, Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, fékk um 40%.

Þetta er önnur umferð kosninganna en sú fyrsta fór fram 15.mars síðastliðinn. Þá fengu Kiska og Fico flest atkvæði kosninganna. Kiska fékk 24% og Fico 28%.

Þar sem enginn frambjóðandi fékk helming atkvæða var kosið að nýju tveimur vikum síðar.

Flokkur Fico, Smer, hefur meirihluta á þingi og er talið að atkvæði margra hafi ráðist af ótta við að flokkurinn yrði of valdamikill.

Kiska býður sig ekki fram á vegum neins stjórnmálaafls og hefur því engin tengsl við stjórnmál. Það er talið koma honum vel, en hagvöxtur hefur aukist mikið í landinu og fólk er ósátt við stjórnmálamenn landsins. Þá segist hann hafa boðið sig fram til að takast á við vandamál hins venjulega borgara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×