Erlent

Skothríð á Kóreuskaga

Vísir/AFP
Norður- og Suður-Kóreumenn hafa í nótt skipst á skotum yfir landamæri ríkjanna þar sem þau liggja að sjó. Norðanmenn hófu í nótt heræfingu þar sem alvöru skot eru notuð og var nokkrum sprengjum skotið á haf út.

Suður-Kóreumenn segja sprengjurnar hafa lent á þeirra hafsvæði og var þeim strax svarað með skothríð í norður. Stutt er síðan kom til átaka á svæðinu síðast en árið 2010 fórust fjórir Suður-Kóreumenn þegar sprengjur féllu á eyju sem Suður-Kóreumenn ráða yfir. Engar fregnir hafa þó borist af manntjóni í þetta skiptið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×