Erlent

Hvalveiðar Japana við Suðurskautið ólöglegar

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Þrjár veiddar hrefnur um borð í japönsku hvalveiðiskipi.
Þrjár veiddar hrefnur um borð í japönsku hvalveiðiskipi. Vísir/AP
Alþjóðdómsstóllinn í Haag kvað í morgun upp þann úrskurð að hvalveiðar Japana við Suðurskautið brjóti í bága við Alþjóðasamning um stjórnun hvalveiðar.

Japanir verði því án tafar að hætta þessum veiðum og ógilda öll veiðileyfi sem gefin hafa verið út.

Ástralía kærði Japan til dómstólsins vegna hvalveiða Japana við Suðurskautið, sem sagðar voru stundaðar í vísindaskyni.

Úrskurðurinn snertir þó ekki hvalveiðar Japana á öðrum hafsvæðum, en þeir stunda hvalveiðar bæði í norðanverðu Kyrrahafinu og við strendur Japans.

Japanir hafa árlega veitt um þúsund hvali við Suðurskautið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×