Innlent

Sigmundur Davíð í Stóru málunum í kvöld

Frá upptöku þáttarins í dag.
Frá upptöku þáttarins í dag.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, situr fyrir svörum um leiðréttinguna á fasteignaskuldum heimilanna í Stóru málunum í kvöld.

Formenn ríkisstjórnarflokkanna kynntu í síðustu viku hvernig til stæði að efna þetta stærsta kosningaloforð síðari tíma. Fram hefur komið að meðalniðurfærsla á íbúðalánum verði 1,1 milljón króna og að hátt í 67 þúsund heimili eigi rétt á niðurfærslu.

Leiðréttingaráformunum hefur verið tekið með kostum og kynjum, stjórnarflokkarnir hafa verið gagnrýndir fyrir að undanskilja ýmsa hópa leigjenda sem greiða leigu í samræmi við stöðu á verðtryggðum lánum. Þetta er fyrsta viðtal við forsætisráðherra í sjónvarpssal eftir að skuldafrumvörpin voru kynnt. Einnig verður fjallað um fyrirbærið Auroracoin frá ýmsum sjónarhornum.

Stóru málin verða á Stöð 2 kl. 19:20 í kvöld, í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×