Innlent

Sameiginleg ráðstefna samtaka sem vilja halda sig utan ESB

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vigdís Hauksdóttir er formaður Heimssýnar.
Vigdís Hauksdóttir er formaður Heimssýnar. visir/pjetur
NEI við ESB á Íslandi og NEI til EU í Noregi halda sameiginlega ráðstefnu á Hótel Sögu laugardaginn 22. mars og hefst hún klukkan 9:30 og stendur yfir til klukkan 16:00.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Heimssýn.

Heiti ráðstefnunnar er Fullveldi þjóða og Evrópusamruninn.

Meðal þeirra sem koma til með að hafa framsögu á ráðstefnunni má nefna fyrrverandi ráðherra, erlenda gesti sem hafa barist fyrir hagsmunum ríkja sinna utan ESB, þingmenn og formenn þeirra félaga sem mynda regnhlífarsamtökin NEI við ESB.

Þess má geta að 16 manna sendinefnd kemur frá Noregi til þátttöku í ráðstefnunni.

Josef Motzfeldt flytur eitt aðalerindið á ráðstefnunni. Hann hefur sem þingmaður, ráðherra og forseti grænlenska þingsins og formaður Inuit Ataqatigiitflokksins lengi verið áhrifamikill í sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga.

Josef hefur einnig verið formaður Vestnorræna ráðsins og verið sæmdur æðstu heiðurorðum Grænlendinga.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.