Erlent

100 manns fundust í 140 fermetra húsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/Skjáskot
Lögreglan í Houston í Bandaríkjunum fann yfir 100 manns sem búið var að koma fyrir í einni íbúð. Grunur leikur á að fólkinu hafi verið komið fyrir af klíku sem smyglar fólki inn í Bandaríkin.

Samkvæmt AP fréttaveitunni fannst fólkið í húsinu við leit 24 ára gamallar konu og barna hennar. Konan fannst í húsinu en einnig allt þetta fólk sem var þarna við ömurlegar aðstæður. Sem dæmi er einungis eitt klósett í húsinu og það er tæpir 140 fermetrar.

Í húsinu fundust 94 karlmenn, allir á nærfötunum og skólausir, 15 konur, ein þeirra ólétt, og unga konan sem leitað var að og börnin hennar tvö. Fólkið var að allflest frá mið-Ameríku, Hondúras, Guatemala, Mexíkó og El Salvador.

Fimm menn hafa verið handteknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×