Erlent

Frægur hommahatari látinn

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Fred Phelps var 84 ára gamall þegar hann lést.
Fred Phelps var 84 ára gamall þegar hann lést. vísir/getty
Fred Phelps, stofnandi hinnar umdeildu Westboro-baptistakirkju í Kansas, er látinn. Hann var 84 ára og hafði glímt við veikindi.

Sonur hans, Timothy Phelps, segir hann hafa andast rétt fyrir miðnætti í gær og hefur dóttir hans, Shirley Phelps-Roper einnig staðfest andlátið. Annar sonur Phelps, Jonathan, segir hins vegar að faðir sinn sé enn í fullu fjöri.

Söfnuðurinn hefur vakið heimsathygli fyrir hatursfullan boðskap, meðal annars gegn samkynhneigðum, og hefur hópurinn reglulega mótmælt við jarðarfarir samkynhneigðra, bandarískra hermanna og annarra.

Westboro-baptistakirkjan var umfjöllunarefni heimildarmyndar breska sjónvarpsmannsins Louis Theroux, The Most Hated Family in America, en hana má sjá hér.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×