Erlent

Níu féllu í skotárás á hóteli í Kabúl

Samúel Karl Ólason skrifar
Vopnin sem notuð voru við árásina.
Vopnin sem notuð voru við árásina. Vísir/AFP
Fjórir byssumenn hófu skotárás á hóteli í Kabúl í Afganistan í gær og myrtu að minnsta níu manns. Talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á verknaðinum og tilefnið mun vera að raska forsetakosningunum sem halda á í landinu í næsta mánuði.

Frá þessu er sagt á vef Wall street journal.

Öryggisgæsla á hótelinu Serena er mikil en mennirnir smygluðu smáum skammbyssum inn fyrir gæsluna í skóm sínum. Talibanar hafa áður ráðist gegn hótelinu, en árið 2008 brutust byssumenn inn og drápu sex manns. Árið 2010 var skotið á hótelið með eldflaugum frá nærliggjandi þaki.

Tveir mannanna hófu strax árás á gesti á veitingastað hótelsins, þar sem meðal annars fjórir þingmenn sátu við borð. Yfirvöld í Kabúl kanna nú hvort að mennirnir hafi fengið hjálp frá starfsmanni hótelsins.

Nokkrir gestir földu sig í kjallara hússins í um þrjár klukkustundir. Öryggisveitir skutu alla mennina til bana.

Hér að neðan má sjá myndband af vef Guardian.

Byssurnar sem mennirnir smygluðu á hótelið í skóm sínum eru mjög smáar.Vísir/AFP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×