Messi með sögulega þrennu í sjö marka leik á Bernabéu Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 23. mars 2014 00:01 Messi fagnaði en Ronaldo var svekktur. Vísir/Getty Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Lionel Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum. Þessi leikur var taumlaus skemmtun stútfullur af glæsilegum tilþrifum. Andres Iniesta skoraði strax á 7. mínútu eftir sendingu Lionel Messi. Fast skot í slána og inn af stuttu færi.Karim Benzema jafnaði metin úr öðru færi sínu í leiknum á 20. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ángel di María í netið af stuttu færi. Victor Valdes hafði hönd á bolta en skallinn var of fastur og af of stuttu færi til að hann næði að verja skallann. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Benzema aftur og aftur eftir sendingu frá di María en Benzema hefði getað skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þremur mínútum fyrir hálfleik jafnaði Messi metin eftir laglegan samleik við Neymar og létu liðin það duga í fyrri hálfleik. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 55. mínútu. Forysta Real Madrid hélt þó ekki í nema 10 mínútur. Þá skoraði Messi, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Neymar fór niður og Sergio Ramos var rekinn af leikvelli fyrir brotið. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda, verandi fjórum stigum á eftir Real Madrid þegar flautað var til leiks, og sótti liðið án afláts það sem eftir lifði leiks. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skilaði pressan sér í annarri vítaspyrnu fyrir Barcelona. Xabi Alonso felldi Iniesta og Messi fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu. Önnur þrennan sem Messi skorar gegn Real Madrid og fyrsta þrennan sem leikmaður Barcelona skorar á Santiago Bernabéu. Real Madrid hafði fyrir leikinn leikið 31 leik án taps í öllum keppnum en liðið hafði ekki tapað síðan liðið tapaði 2-1 í fyrri leik liðanna á Nou Camp 26. október. Staðan á toppi deildarinnar er nánast eins jöfn og hugsast getur. Real Madrid og Atletico Madrid eru efst með 70 stig. Barcelona er stigi á eftir þegar níu umferðir eru eftir af deildinni. Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
Barcelona hélt titilvonum sínum á lífi með því að leggja Real Madrid 4-3 á Santiago Beranbéu í Madrid í kvöld í stórkostlegum fótboltaleik. Lionel Messi undirstrikaði að hann er kominn í sitt besta form með þrennu í leiknum. Þessi leikur var taumlaus skemmtun stútfullur af glæsilegum tilþrifum. Andres Iniesta skoraði strax á 7. mínútu eftir sendingu Lionel Messi. Fast skot í slána og inn af stuttu færi.Karim Benzema jafnaði metin úr öðru færi sínu í leiknum á 20. mínútu þegar hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ángel di María í netið af stuttu færi. Victor Valdes hafði hönd á bolta en skallinn var of fastur og af of stuttu færi til að hann næði að verja skallann. Aðeins fjórum mínútum síðar skoraði Benzema aftur og aftur eftir sendingu frá di María en Benzema hefði getað skorað fjögur mörk í fyrri hálfleik. Þremur mínútum fyrir hálfleik jafnaði Messi metin eftir laglegan samleik við Neymar og létu liðin það duga í fyrri hálfleik. Veislan hélt áfram í seinni hálfleik. Cristiano Ronaldo fiskaði vítaspyrnu og skoraði sjálfur úr henni á 55. mínútu. Forysta Real Madrid hélt þó ekki í nema 10 mínútur. Þá skoraði Messi, einnig úr vítaspyrnu, eftir að Neymar fór niður og Sergio Ramos var rekinn af leikvelli fyrir brotið. Barcelona þurfti nauðsynlega á sigri að halda, verandi fjórum stigum á eftir Real Madrid þegar flautað var til leiks, og sótti liðið án afláts það sem eftir lifði leiks. Þegar sex mínútur voru til leiksloka skilaði pressan sér í annarri vítaspyrnu fyrir Barcelona. Xabi Alonso felldi Iniesta og Messi fullkomnaði þrennuna úr vítaspyrnu. Önnur þrennan sem Messi skorar gegn Real Madrid og fyrsta þrennan sem leikmaður Barcelona skorar á Santiago Bernabéu. Real Madrid hafði fyrir leikinn leikið 31 leik án taps í öllum keppnum en liðið hafði ekki tapað síðan liðið tapaði 2-1 í fyrri leik liðanna á Nou Camp 26. október. Staðan á toppi deildarinnar er nánast eins jöfn og hugsast getur. Real Madrid og Atletico Madrid eru efst með 70 stig. Barcelona er stigi á eftir þegar níu umferðir eru eftir af deildinni.
Spænski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira