Erlent

Málverk eftir Rembrandt endurheimt

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Verkið komst loks til skila eftir 15 ára leit.
Verkið komst loks til skila eftir 15 ára leit. Mynd/AFP
17. aldar málverk eftir hollenska myndlistarmeistarann Rembrandt Harmenszoon van Rijn er komið í leitirnar eftir 15 ára hvarf. BBC segir frá.



Verkinu var stolið árið 1999 úr franska bænum Draguignan, og er það metið á 3,2 milljónir evra, eða um 502 milljónir íslenskra króna.

Verkið, sem heitir L'enfant a la bulle de savon (ísl. Barn með sápukúlu), var sagt vera í góðu ásigkomulagi. Myndin er af táningsdreng með gullkeðju og dökka lokka, og heldur hann á sápukúlu.

Tveir karlmenn, 46 og 53 ára gamlir, voru handteknir í borginni Nice í Frakklandi 20. mars síðastliðinn í tengslum við málið. Lögregla sagðist hafa vitneskju þess efnis að greiðsla ætti að fara fram á hóteli seinna þann daginn. Vitorðsmanna karlmannanna tveggja er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×