Erlent

Sýrlenska herflugvélin skotin niður í beinni útsendingu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Tyrknesar herþotur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Tyrknesar herþotur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. VÍSIR/AFP
Fréttamaður á tyrknesku fréttastöðinni Habertürk var í miðri beinni sjónvarpsútsendingu þegar sýrlensk herflugvél var skotin niður af tyrkneskum herþotum í dag.

Ástæða þess að vélin var skotin niður var sú að hún flaug inn í lofthelgi Tyrklands.

Fréttamaðurinn heyrði læti þegar vélin var skotin niður og snéri sér við og myndavélinni var beint upp í himininn. Skyndilega sést svartur reykjarstrókur kemur upp frá jörðinni þar sem vélin lenti.

„Ef lög eru brotin með flugi inn í lofthelgi okkar þá munum við refsa grimmilega,“ sagði forsætisráðherra Tyrklands.

Talsmaður sýrlenska hersins hefur gagnrýnt viðbrögð Tyrklands harðlega. Hann sagði að flugvélin hefði flogið inn í lofthelgina þegar hún var að ráðast til atlögu gegn uppreisnarmönnum


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×