Erlent

Mótmælendur hertóku stjórnarbyggingu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/afp
Lögreglu í Taívan lenti saman við hundruði nemenda sem hertóku taívönsku stjórnarbygginguna til að mótmæla nýjum viðskiptasamning við Kína. BBC greinir frá.

Mótmælendurnir, sem flestir eru nemendur, segja samninginn koma efnahag landsins illa sem verði enn berskjaldaðri frá kínverskum yfirvöldum. Samningurinn var samþykktur síðasta sumar en hefur ekki verið staðfestur af þinginu.

Lögregla sprautaði vatni yfir mótmælendur og kom þeim þannig frá byggingunni. Um sextíu voru handteknir og yfir hundrað eru slasaðir.

Þingstörf voru í lamasessi í síðustu viku en þá yfirtóku um tvö hundruð mótmælendur tævanska þingið. Ruddust þeir í gegnum öryggishlið þinghússins og tóku yfir aðalfundarherbergi þingsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×