Erlent

Kim Jong-Un kann að eiga von á öðru barni

Karl Ólafur Hallbjörnsson skrifar
Leiðtogi Norður-Kóreu gæti orðið faðir í annað sinn.
Leiðtogi Norður-Kóreu gæti orðið faðir í annað sinn. Mynd/Getty
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu kann að eiga von á sínu öðru barni með konunni sinni, Ri Sol-ju. Daily Mail fjallar um þetta.

Nýlega sást til Sol-ju í óléttufötum, þeim sömu og hún klæddist síðast þegar hún var ólétt. Jong-un þarf sárlega að eignast son sem tekið getur við einræðisstjórninni sem afi hans, Kim Il-sung kom á fót. Fyrir eiga hjónin stúlkubarn, en engar opinberar upplýsingar hafa verið veittar um tilvist eða fæðingu barnsins. 

Dennis Rodman, bandaríski körfuboltakappinn sem heimsótti Norður-Kóreu á síðasta ári sagðist þó hafa haldið á stúlkunni. Engar tilkynningar eða fréttir utan staðhæfingar Rodman hafa borist frá landinu. 

Toshimitsu Shigemura, prófessor hjá Waseda-háskólaí Tokyo sagði það ekki koma á óvart ef Sol-ju væri ólétt aftur. „Kim þarf son til að taka við af sér. Það er með öllu ómögulegt að dóttir hans geti tekið við stjórn, svo kona hans þarf nauðsynlega að eignast son."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×