Erlent

Rannskar svefn kúa

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
VÍSIR/AFP
Doktorsneminn, Emma Ternan, við sænska landbúnaðarháskólann rannaskar nú hvernig kýr sofa. Tilgangur rannsóknarinnar er að komast að því hvort kýr sem eru lágt settar, í virðingaröðinni innan hjarðarinnar, sofi minna en þær hærra settu.

Einnig ætlar hún að skoða hvort lausagöngufjós, þar sem mjaltaþjónar eru notaðir og kýrnar ráða sér mikið sjálfar, valdi svefnerfiðleikum hjá kúm.

Skynjarar sem mæla heilavirkni eru settir á kýrnar. Rafskaut eru fest við enni og háls kúnna og síðan er fylgst með þeim í sólarhring.

Með mælingunum ætlar doktorsneminn að komast að því hvort lægra settu kýrnar nái djúpsvefni í stað þess að dorma.

Kýr hvílast mikið á hverjum sólarhring en þær ná ekki djúpsvefn nema í 10 mínútur í einu. Þegar allt er eðlilegt ná kýr 12 til 14 slíkum djúpsvefnlotum á hverjum sólarhring.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×